Leikið með tímann Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 10. janúar 2013 06:00 Æfing á Stundarbroti í vikunni. Fréttablaðið/Anton Tíminn er til umfjöllunar í nýju íslensku verki sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Þetta er hugmynd sem ég hef verið með í kollinum í langan tíma og er í raun sjálfstætt framhald útskriftarverkefnis míns úr Listaháskóla Íslands, Endurómun," segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins Stundarbrots. "Það blundaði í mér að vinna áfram með með þá tækni og konsept sem ég vann með í útskriftarverkinu mínu og þegar ég fékk styrki til þess þá var ekki aftur snúið," segir Leifur sem hefur setið við lestur á rannsóknum á tímanum. "Ég hef lesið bækur og tímaritsgreinar um tímann, sem er fyrirbæri sem allir þekkja og er sjálfsagt en um leið og farið er að velta tímanum fyrir sér vakna upp stórar spurningar um lífið og dauðann og tilveruna. Í sýningunni er ég meðal annars að leika mér með það hvernig upplifun á tímanum er, en eins og allir þekkja getur upplifun á tíma verið mjög misjöfn, þrátt fyrir að klukkan gangi alltaf með sama hætti." Verkinu er lýst með þeim orðum að það sé á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Flutningur verksins er í höndum fjögurra dansara, þeirra Ásrúnar Magnúsdóttur, Köru Hergils Valdimarsdóttur, Védísar Kjartansdóttur og Þyríar Huldar Árnadóttur. "Þær fylgja hver sinni eigin hljóðrás sem þær dansa eftir og eru sérstaklega forritaðar til þess að búa til hreyfisamspil eða gangverk sem áhorfendur svo fá að upplifa. Áhorfendur hlusta svo á hljómverk Lydiu Grétarsdóttur á meðan þeir fylgjast með verkinu. Dansararnir fara líka með texta um tímann," segir Leifur sem segir verkið ekki endilega dansverk, heldur verk þar sem listgreinum er gert jafnt undir höfði. "Tíminn er svo snúið fyrirbæri, það þarf að miðla verki um hann með óhefðbundnum hætti," segir Leifur.Stundarbrot er frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.Stundarbrot er sett upp í samvinnu Borgarleikhússins og Sublimi, en Sublimi er "hópur sviðslistamanna sem vinna verk með róttæka nýsköpun í huga. Viðfangsefni hópsins eru í senn frumspekileg og sammannleg, þar sem þau blanda saman aðferðum vísinda, lista og heimspeki". Þess má geta að Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir útskriftaverk sitt úr skólanum, Endurómun, en það verk rataði á fjalir Borgarleikhússins. Höfundurinn Leifur Þór Þorvaldsson. . Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tíminn er til umfjöllunar í nýju íslensku verki sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Þetta er hugmynd sem ég hef verið með í kollinum í langan tíma og er í raun sjálfstætt framhald útskriftarverkefnis míns úr Listaháskóla Íslands, Endurómun," segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins Stundarbrots. "Það blundaði í mér að vinna áfram með með þá tækni og konsept sem ég vann með í útskriftarverkinu mínu og þegar ég fékk styrki til þess þá var ekki aftur snúið," segir Leifur sem hefur setið við lestur á rannsóknum á tímanum. "Ég hef lesið bækur og tímaritsgreinar um tímann, sem er fyrirbæri sem allir þekkja og er sjálfsagt en um leið og farið er að velta tímanum fyrir sér vakna upp stórar spurningar um lífið og dauðann og tilveruna. Í sýningunni er ég meðal annars að leika mér með það hvernig upplifun á tímanum er, en eins og allir þekkja getur upplifun á tíma verið mjög misjöfn, þrátt fyrir að klukkan gangi alltaf með sama hætti." Verkinu er lýst með þeim orðum að það sé á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Flutningur verksins er í höndum fjögurra dansara, þeirra Ásrúnar Magnúsdóttur, Köru Hergils Valdimarsdóttur, Védísar Kjartansdóttur og Þyríar Huldar Árnadóttur. "Þær fylgja hver sinni eigin hljóðrás sem þær dansa eftir og eru sérstaklega forritaðar til þess að búa til hreyfisamspil eða gangverk sem áhorfendur svo fá að upplifa. Áhorfendur hlusta svo á hljómverk Lydiu Grétarsdóttur á meðan þeir fylgjast með verkinu. Dansararnir fara líka með texta um tímann," segir Leifur sem segir verkið ekki endilega dansverk, heldur verk þar sem listgreinum er gert jafnt undir höfði. "Tíminn er svo snúið fyrirbæri, það þarf að miðla verki um hann með óhefðbundnum hætti," segir Leifur.Stundarbrot er frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.Stundarbrot er sett upp í samvinnu Borgarleikhússins og Sublimi, en Sublimi er "hópur sviðslistamanna sem vinna verk með róttæka nýsköpun í huga. Viðfangsefni hópsins eru í senn frumspekileg og sammannleg, þar sem þau blanda saman aðferðum vísinda, lista og heimspeki". Þess má geta að Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir útskriftaverk sitt úr skólanum, Endurómun, en það verk rataði á fjalir Borgarleikhússins. Höfundurinn Leifur Þór Þorvaldsson. .
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp