Gamanleikur með broddi Álfrún Pálsdóttir skrifar 11. janúar 2013 13:30 Þetta er í sjötta sinn sem Rúnar Guðbrandsson leikstýrir leikhópnum, sem hann segir kraftmikinn og öflugan. "Þetta er í sjötta sinn sem ég leikstýri þessu leikfélagi, sem er bæði öflugt og kraftmikið í starfsemi sinni,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson um Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi, sem frumsýnir leikritið Nanna systir í félagsheimilinu á Mýrum í kvöld. Leikritið er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og var fyrst sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 1996. Það er kallað óbeislað raunsæisverk en Rúnar kallar það gamanleik með broddi. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag,“ segir Rúnar, en í verkinu koma upp málefni sem eru í umræðunni núna á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Þó að þetta sé gamanverk er þarna alvarlegur undirtónn. Verkið gerist í litlu plássi úti á landi og á sér stað á æfingu leikfélagsins þar í bæ þar sem ákveðið uppgjör milli bæjarbúa á sér stað.“ Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi er öflugt leikfélag sem var stofnað árið 1916. Það er myndað af sjálfboðaliðum úr Borgarnesi og sveitinni í kring. Rúnar er sjálfur búsettur á höfuðborgarsvæðinu en lætur sig lítið muna um að keyra á milli á æfingar. "Það er mikill áhugi fyrir leikfélaginu hérna og aðsóknin á sýningarnar er mikil. Ég hef heillast af kraftinum í þessum öfluga hóp en síðustu ár höfum við einbeitt okkur að fjölbreyttu efnisvali í verkum og meðal annars sett upp Skugga-Svein og Gullna hliðið. Í félaginu er öflugur kjarni og svo hefur hlaðist utan á hann,“ segir Rúnar, en í kringum tuttugu manns koma að hverri sýningu. Verkið er frumsýnt í kvöld og vonast Rúnar til að sem flestir leggi leið sína í litla leikhúsið á Mýrunum til að berja þessa uppsetningu augum. Sýningar á verkinu standa til 19. janúar. Hér má sjá brot af leikdeild UMF Skallagríms við æfingar á verkinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem er frumsýnt í kvöld.... Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Þetta er í sjötta sinn sem ég leikstýri þessu leikfélagi, sem er bæði öflugt og kraftmikið í starfsemi sinni,“ segir leikstjórinn Rúnar Guðbrandsson um Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi, sem frumsýnir leikritið Nanna systir í félagsheimilinu á Mýrum í kvöld. Leikritið er eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson og var fyrst sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 1996. Það er kallað óbeislað raunsæisverk en Rúnar kallar það gamanleik með broddi. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag,“ segir Rúnar, en í verkinu koma upp málefni sem eru í umræðunni núna á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Þó að þetta sé gamanverk er þarna alvarlegur undirtónn. Verkið gerist í litlu plássi úti á landi og á sér stað á æfingu leikfélagsins þar í bæ þar sem ákveðið uppgjör milli bæjarbúa á sér stað.“ Leikdeild UMF Skallagríms í Borgarnesi er öflugt leikfélag sem var stofnað árið 1916. Það er myndað af sjálfboðaliðum úr Borgarnesi og sveitinni í kring. Rúnar er sjálfur búsettur á höfuðborgarsvæðinu en lætur sig lítið muna um að keyra á milli á æfingar. "Það er mikill áhugi fyrir leikfélaginu hérna og aðsóknin á sýningarnar er mikil. Ég hef heillast af kraftinum í þessum öfluga hóp en síðustu ár höfum við einbeitt okkur að fjölbreyttu efnisvali í verkum og meðal annars sett upp Skugga-Svein og Gullna hliðið. Í félaginu er öflugur kjarni og svo hefur hlaðist utan á hann,“ segir Rúnar, en í kringum tuttugu manns koma að hverri sýningu. Verkið er frumsýnt í kvöld og vonast Rúnar til að sem flestir leggi leið sína í litla leikhúsið á Mýrunum til að berja þessa uppsetningu augum. Sýningar á verkinu standa til 19. janúar. Hér má sjá brot af leikdeild UMF Skallagríms við æfingar á verkinu Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson sem er frumsýnt í kvöld....
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp