Tökur á Vonarstræti í febrúar 15. janúar 2013 08:30 Tökur eru að hefjast á nýjustu mynd Baldvins Z, Vonarstræti. Theódór Júlíusson fer með hlutverk í henni. Tökur á kvikmyndinni Vonarstræti hefjast á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. "Þetta er allt á milljón í augnablikinu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um undirbúning myndarinnar. Tökunum á Íslandi á að ljúka fyrir páska og eftir það verður eitthvað efni tekið upp erlendis. Í stærstu hlutverkum verða Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum verða Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og fleiri. Í bland við þessi þekktari nöfn verða ný andlit, þar á meðal Anna Lísa Hermannsdóttir, sem lék unglinginn í sjónvarpsþáttunum Pressu. "Við erum að byrja æfingar og það var samlestur fyrir tveimur dögum. Það var gaman að sjá leikarana og setja andlit á karakterana. Þetta gekk mjög vel,“ segir Baldvin, sem er að vinna með sama hópi og gerði með honum Óróa, hans fyrstu mynd. Hún fékk mjög góðar viðtökur hér á landi og þótti sérlega gott byrjendaverk. "Þetta er í stuttu máli opinská samtímasaga sem er stútfull af góðum húmor þótt dramatísk sé,“ segir hann um söguþráð Vonarstrætis. Stefnt er á frumsýningu öðru hvoru megin við næstu áramót. -fb Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tökur á kvikmyndinni Vonarstræti hefjast á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. "Þetta er allt á milljón í augnablikinu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um undirbúning myndarinnar. Tökunum á Íslandi á að ljúka fyrir páska og eftir það verður eitthvað efni tekið upp erlendis. Í stærstu hlutverkum verða Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum verða Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og fleiri. Í bland við þessi þekktari nöfn verða ný andlit, þar á meðal Anna Lísa Hermannsdóttir, sem lék unglinginn í sjónvarpsþáttunum Pressu. "Við erum að byrja æfingar og það var samlestur fyrir tveimur dögum. Það var gaman að sjá leikarana og setja andlit á karakterana. Þetta gekk mjög vel,“ segir Baldvin, sem er að vinna með sama hópi og gerði með honum Óróa, hans fyrstu mynd. Hún fékk mjög góðar viðtökur hér á landi og þótti sérlega gott byrjendaverk. "Þetta er í stuttu máli opinská samtímasaga sem er stútfull af góðum húmor þótt dramatísk sé,“ segir hann um söguþráð Vonarstrætis. Stefnt er á frumsýningu öðru hvoru megin við næstu áramót. -fb
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira