Menning

Tökur á Vonarstræti í febrúar

Tökur eru að hefjast á nýjustu mynd Baldvins Z, Vonarstræti. Theódór Júlíusson fer með hlutverk í henni.
Tökur eru að hefjast á nýjustu mynd Baldvins Z, Vonarstræti. Theódór Júlíusson fer með hlutverk í henni.
Tökur á kvikmyndinni Vonarstræti hefjast á höfuðborgarsvæðinu um miðjan febrúar. "Þetta er allt á milljón í augnablikinu,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um undirbúning myndarinnar. Tökunum á Íslandi á að ljúka fyrir páska og eftir það verður eitthvað efni tekið upp erlendis.

Í stærstu hlutverkum verða Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum verða Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og fleiri. Í bland við þessi þekktari nöfn verða ný andlit, þar á meðal Anna Lísa Hermannsdóttir, sem lék unglinginn í sjónvarpsþáttunum Pressu.

"Við erum að byrja æfingar og það var samlestur fyrir tveimur dögum. Það var gaman að sjá leikarana og setja andlit á karakterana. Þetta gekk mjög vel,“ segir Baldvin, sem er að vinna með sama hópi og gerði með honum Óróa, hans fyrstu mynd. Hún fékk mjög góðar viðtökur hér á landi og þótti sérlega gott byrjendaverk.

"Þetta er í stuttu máli opinská samtímasaga sem er stútfull af góðum húmor þótt dramatísk sé,“ segir hann um söguþráð Vonarstrætis.

Stefnt er á frumsýningu öðru hvoru megin við næstu áramót. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.