Tímamót Steinunn Stefánsdóttir skrifar 16. janúar 2013 06:00 Samþykkt þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða markar tímamót. Með henni er í fyrsta sinn lögð fram stefna til framtíðar um flokkun landsvæða í orkunýtingarflokk, verndarflokk og svo biðflokk og byggir þingsályktunartillagan á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2011. Rammaáætlunin tekur til 67 landsvæða þar sem 20 falla í verndarflokk, 16 í orkunýtingarflokk og 31 svæði er í biðflokki. Hún er afrakstur áralangrar vinnu sérfræðinga og samráðs við hagsmunaaðila. Loks var almenningi gefinn kostur á að koma með athugasemdir og bárust meira en 200 umsagnir meðan á vinnslu áætlunarinnar stóð. Það ferli leiddi til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki í biðflokk vegna rökstuddra athugasemda um að afla þyrfti betri gagna um þau. Rammaáætlunin er mikilvæg vegna þess að með henni er sett fram heildarstefna þar sem hugað er að hlutverki og gildi náttúrunnar frá mörgum hliðum. Ekki má gleyma því að náttúruna má nýta á fleiri vegu en með því að framleiða úr henni rafmagn. Það er til dæmis íslensk náttúra sem er ástæða stöðugt vaxandi straums ferðamanna til landsins. Ljóst er að alger einhugur getur ekki orðið um plagg eins og rammaáætlunina. Meðan náttúruverndarsinnar fagna því að náttúruperlur eins og Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið eru í verndarflokki og því á leið í friðlýsingarferli eru margir ósáttir við að svæði á Reykjanesi séu í orkunýtingarflokki. Þá er ljóst að flutningur virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár úr orkunýtingarflokki í biðflokk fellur mörgum orkunýtingarsinnanum þungt. Hitt er sérkennilegt að þingmenn stimpli verk Alþingis pólitísk í því skyni að gera lítið úr þeim, eins og framsóknarþingmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gert. Er þingið ekki einmitt pólitísk samkunda og allar ákvarðanir sem þar eru teknar pólitískar þar með? Með þessari notkun á hugtakinu pólitískt er í raun verið að gera lítið úr störfum Alþingis og þingmanna og þannig gert lítið úr lýðræðinu. Framtíðarsýn eins og sú sem birtist í rammaáætlun er auðvitað pólitísk en hún er byggð á vandaðri vinnu vísindamanna og fagfólks á mörgum sviðum, vinnu sem staðið hefur í áraraðir og metnaður hefur verið lagður í, auk þess sem tekið var tillit til sjónarmiða almennings og hagsmunaaðila. Valdhafar framtíðar bera vonandi gæfu til að nýta vel þá vinnu sem liggur í rammaáætluninni. Það er þó morgunljóst að áfram verður deilt um virkjunarkosti á Íslandi. Munurinn er sá að með rammaáætluninni liggur fyrir heildarsýn sem ekki hefur verið fyrir hendi áður, sýn þar sem fjölbreyttari sjónarmið liggja til grundvallar en þau að hver vatnsdropi sem rennur óvirkjaður til sjávar sé glötuð orka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Samþykkt þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða markar tímamót. Með henni er í fyrsta sinn lögð fram stefna til framtíðar um flokkun landsvæða í orkunýtingarflokk, verndarflokk og svo biðflokk og byggir þingsályktunartillagan á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi vorið 2011. Rammaáætlunin tekur til 67 landsvæða þar sem 20 falla í verndarflokk, 16 í orkunýtingarflokk og 31 svæði er í biðflokki. Hún er afrakstur áralangrar vinnu sérfræðinga og samráðs við hagsmunaaðila. Loks var almenningi gefinn kostur á að koma með athugasemdir og bárust meira en 200 umsagnir meðan á vinnslu áætlunarinnar stóð. Það ferli leiddi til þess að sex svæði voru færð úr virkjunarflokki í biðflokk vegna rökstuddra athugasemda um að afla þyrfti betri gagna um þau. Rammaáætlunin er mikilvæg vegna þess að með henni er sett fram heildarstefna þar sem hugað er að hlutverki og gildi náttúrunnar frá mörgum hliðum. Ekki má gleyma því að náttúruna má nýta á fleiri vegu en með því að framleiða úr henni rafmagn. Það er til dæmis íslensk náttúra sem er ástæða stöðugt vaxandi straums ferðamanna til landsins. Ljóst er að alger einhugur getur ekki orðið um plagg eins og rammaáætlunina. Meðan náttúruverndarsinnar fagna því að náttúruperlur eins og Jökulsá á Fjöllum, Þjórsárver og Torfajökulssvæðið eru í verndarflokki og því á leið í friðlýsingarferli eru margir ósáttir við að svæði á Reykjanesi séu í orkunýtingarflokki. Þá er ljóst að flutningur virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár úr orkunýtingarflokki í biðflokk fellur mörgum orkunýtingarsinnanum þungt. Hitt er sérkennilegt að þingmenn stimpli verk Alþingis pólitísk í því skyni að gera lítið úr þeim, eins og framsóknarþingmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gert. Er þingið ekki einmitt pólitísk samkunda og allar ákvarðanir sem þar eru teknar pólitískar þar með? Með þessari notkun á hugtakinu pólitískt er í raun verið að gera lítið úr störfum Alþingis og þingmanna og þannig gert lítið úr lýðræðinu. Framtíðarsýn eins og sú sem birtist í rammaáætlun er auðvitað pólitísk en hún er byggð á vandaðri vinnu vísindamanna og fagfólks á mörgum sviðum, vinnu sem staðið hefur í áraraðir og metnaður hefur verið lagður í, auk þess sem tekið var tillit til sjónarmiða almennings og hagsmunaaðila. Valdhafar framtíðar bera vonandi gæfu til að nýta vel þá vinnu sem liggur í rammaáætluninni. Það er þó morgunljóst að áfram verður deilt um virkjunarkosti á Íslandi. Munurinn er sá að með rammaáætluninni liggur fyrir heildarsýn sem ekki hefur verið fyrir hendi áður, sýn þar sem fjölbreyttari sjónarmið liggja til grundvallar en þau að hver vatnsdropi sem rennur óvirkjaður til sjávar sé glötuð orka.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun