Þjóðhagslegt mikilvægi lítilla fyrirtækja Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Þótt ótrúlegt megi virðast samanstendur íslenskt atvinnulíf að stærstum hluta af litlum fyrirtækjum. Samkvæmt Hagstofu og Viðskiptaráði Íslands skiptist hlutfallið þannig að um 90% allra íslenskra fyrirtækja eru svokölluð örfyrirtæki (1-9 starfsm.), um 7% falla undir lítil fyrirtæki (10-50 starfsm.), 2% teljast meðalstór (51-250 starfsm.) en aðeins um 1% flokkast sem stór (>251 starfsm.). Þrátt fyrir að skráð fyrirtæki hjá Hagstofu Íslands hafi verið um 62.000 í árslok 2011 má ætla að um helmingur þeirra sé með virka starfsemi eða um 30.000 talsins.Stærstu vinnuveitendur landsins Samkvæmt Viðskiptaráði eru lítil og meðalstór fyrirtæki þar með stærstu vinnuveitendur landsins en ætla má að um helmingur launþega í landinu starfi hjá þeim eða um 90.000 manns. Þar af starfar um helmingur hjá örfyrirtækjum (40-45.000). Þar á sér stað gríðarleg verðmætasköpun sem lítið fer fyrir og gleymist oft í umfjöllun um atvinnulífið, bæði í fjölmiðlum og ekki síst innan stjórnsýslunnar.Ólíkt umhverfi Á hverjum degi heyrum við fréttir af þessum örfáu stóru fyrirtækjum landsins sem eru að mörgu leyti að glíma við allt aðra hluti en þau smærri. Til að mynda er ekki óalgengt að greint sé frá miklum afskriftum, yfirtökum og gjaldþrotaskiptum þar sem stjórnendur ganga jafnvel frá skútunni án þess að bera neina persónulega ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum félagsins. Raunin er allt önnur hjá þeim smærri. Þá virðist sem svo að stjórnvöld setji öll fyrirtæki undir sama hatt og miði öll úrræði, laga- og reglugerðir við heildarlausnir fyrir öll fyrirtæki landsins þrátt fyrir ólíkar þarfir, innra og ytra umhverfi þessara fyrirtækja.Ábyrgðir Ör- og lítil fyrirtæki eru oftar en ekki stofnuð af einstaklingi eða hópi einstaklinga og þá fyrst og fremst af ástríðunni einni saman og/eða til að sjá fyrir sér og sínum. Þeir leggja oftar en ekki allt undir; setja sparifé sitt í stofnun þess, veðsetja eigur sínar, fá styrki og lán frá vinum og ættingjum og vinna jafnvel árum saman launalaust í þeirri von að byggja upp verðmæti sem skila þeim síðar ávinningi. Þessi hópur hefur ekki átt kost á því að taka lán án þess að leggja fram haldbærar tryggingar og persónuleg veð. Ef illa fer bera eigendur þessara fyrirtækja því oftar en ekki persónulega ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum félagsins.Markvissar aðgerðir Samkvæmt Viðskiptaráði svipar hlutfallslegri skiptingu fyrirtækja í öðrum Evrópulöndum mjög til skiptingarinnar hérlendis. ESB hefur hins vegar, ólíkt íslenskum stjórnvöldum, gert sér grein fyrir því að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarásinn í evrópsku atvinnulífi og leggja mikla áherslu á að ríki innan sambandsins vinni markvisst að því að styrkja rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja. Í efnahags- og atvinnumálum hafa þeir tileinkað sér regluna „think small first“ og miða við að taka tillit til sérstöðu og þarfa lítilla fyrirtækja við gerð laga- og reglugerða. Aðgerðirnar hafa m.a. miðað að því að einfalda regluverk, draga úr samkeppni ríkisrekinna fyrirtækja við lítil fyrirtæki, auka markvisst aðgengi fyrirtækjanna að fjárfestum og fjármögnun, skapa almennt rekstrarumhverfi sem hvetur til nýsköpunar, koma á samvinnu milli stjórnsýslunnar og lítilla fyrirtækja við gerð reglugerða, flýta greiðslum hins opinberra til fyrirtækja sem þeir kaupa þjónustu af auk tilskipana um lækkun og samræmingu á virðisaukaskattsþrepum.Viðurkennum vandann Fyrsta skrefið í því að leysa vanda er alltaf að viðurkenna að hann sé fyrir hendi og hefja samtal. Stjórnvöld þurfa fyrst og fremst að átta sig á þjóðhagslegu mikilvægi lítilla fyrirtækja og hefja samstarf við þau sem miðar að því að styrkja rekstrarumhverfi þeirra. Skapa ytri skilyrði sem hvetja til frumkvæðis og verðmætasköpunar ásamt því að auka skilning sinn á þörfum þessa hóps. Finna þarf leiðir til að búa til samfélag sem hvetur til fjölbreytts atvinnulífs um leið og það skilar sanngjörnum hluta í ríkiskassann – án þess að draga úr hvata til að stofna og reka lítil fyrirtæki. Ákvarðanir sem lúta að atvinnulífinu ættu ávallt að hefjast með spurningunni: „Hvaða áhrif hefur þetta á lítil fyrirtæki og styrkir ákvörðunin stoðir þeirra?“ Þau eru bróðurparturinn af íslensku atvinnulífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Þótt ótrúlegt megi virðast samanstendur íslenskt atvinnulíf að stærstum hluta af litlum fyrirtækjum. Samkvæmt Hagstofu og Viðskiptaráði Íslands skiptist hlutfallið þannig að um 90% allra íslenskra fyrirtækja eru svokölluð örfyrirtæki (1-9 starfsm.), um 7% falla undir lítil fyrirtæki (10-50 starfsm.), 2% teljast meðalstór (51-250 starfsm.) en aðeins um 1% flokkast sem stór (>251 starfsm.). Þrátt fyrir að skráð fyrirtæki hjá Hagstofu Íslands hafi verið um 62.000 í árslok 2011 má ætla að um helmingur þeirra sé með virka starfsemi eða um 30.000 talsins.Stærstu vinnuveitendur landsins Samkvæmt Viðskiptaráði eru lítil og meðalstór fyrirtæki þar með stærstu vinnuveitendur landsins en ætla má að um helmingur launþega í landinu starfi hjá þeim eða um 90.000 manns. Þar af starfar um helmingur hjá örfyrirtækjum (40-45.000). Þar á sér stað gríðarleg verðmætasköpun sem lítið fer fyrir og gleymist oft í umfjöllun um atvinnulífið, bæði í fjölmiðlum og ekki síst innan stjórnsýslunnar.Ólíkt umhverfi Á hverjum degi heyrum við fréttir af þessum örfáu stóru fyrirtækjum landsins sem eru að mörgu leyti að glíma við allt aðra hluti en þau smærri. Til að mynda er ekki óalgengt að greint sé frá miklum afskriftum, yfirtökum og gjaldþrotaskiptum þar sem stjórnendur ganga jafnvel frá skútunni án þess að bera neina persónulega ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum félagsins. Raunin er allt önnur hjá þeim smærri. Þá virðist sem svo að stjórnvöld setji öll fyrirtæki undir sama hatt og miði öll úrræði, laga- og reglugerðir við heildarlausnir fyrir öll fyrirtæki landsins þrátt fyrir ólíkar þarfir, innra og ytra umhverfi þessara fyrirtækja.Ábyrgðir Ör- og lítil fyrirtæki eru oftar en ekki stofnuð af einstaklingi eða hópi einstaklinga og þá fyrst og fremst af ástríðunni einni saman og/eða til að sjá fyrir sér og sínum. Þeir leggja oftar en ekki allt undir; setja sparifé sitt í stofnun þess, veðsetja eigur sínar, fá styrki og lán frá vinum og ættingjum og vinna jafnvel árum saman launalaust í þeirri von að byggja upp verðmæti sem skila þeim síðar ávinningi. Þessi hópur hefur ekki átt kost á því að taka lán án þess að leggja fram haldbærar tryggingar og persónuleg veð. Ef illa fer bera eigendur þessara fyrirtækja því oftar en ekki persónulega ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum félagsins.Markvissar aðgerðir Samkvæmt Viðskiptaráði svipar hlutfallslegri skiptingu fyrirtækja í öðrum Evrópulöndum mjög til skiptingarinnar hérlendis. ESB hefur hins vegar, ólíkt íslenskum stjórnvöldum, gert sér grein fyrir því að lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarásinn í evrópsku atvinnulífi og leggja mikla áherslu á að ríki innan sambandsins vinni markvisst að því að styrkja rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja. Í efnahags- og atvinnumálum hafa þeir tileinkað sér regluna „think small first“ og miða við að taka tillit til sérstöðu og þarfa lítilla fyrirtækja við gerð laga- og reglugerða. Aðgerðirnar hafa m.a. miðað að því að einfalda regluverk, draga úr samkeppni ríkisrekinna fyrirtækja við lítil fyrirtæki, auka markvisst aðgengi fyrirtækjanna að fjárfestum og fjármögnun, skapa almennt rekstrarumhverfi sem hvetur til nýsköpunar, koma á samvinnu milli stjórnsýslunnar og lítilla fyrirtækja við gerð reglugerða, flýta greiðslum hins opinberra til fyrirtækja sem þeir kaupa þjónustu af auk tilskipana um lækkun og samræmingu á virðisaukaskattsþrepum.Viðurkennum vandann Fyrsta skrefið í því að leysa vanda er alltaf að viðurkenna að hann sé fyrir hendi og hefja samtal. Stjórnvöld þurfa fyrst og fremst að átta sig á þjóðhagslegu mikilvægi lítilla fyrirtækja og hefja samstarf við þau sem miðar að því að styrkja rekstrarumhverfi þeirra. Skapa ytri skilyrði sem hvetja til frumkvæðis og verðmætasköpunar ásamt því að auka skilning sinn á þörfum þessa hóps. Finna þarf leiðir til að búa til samfélag sem hvetur til fjölbreytts atvinnulífs um leið og það skilar sanngjörnum hluta í ríkiskassann – án þess að draga úr hvata til að stofna og reka lítil fyrirtæki. Ákvarðanir sem lúta að atvinnulífinu ættu ávallt að hefjast með spurningunni: „Hvaða áhrif hefur þetta á lítil fyrirtæki og styrkir ákvörðunin stoðir þeirra?“ Þau eru bróðurparturinn af íslensku atvinnulífi.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun