Skrímsli og menn Stígur Helgason skrifar 18. janúar 2013 06:00 Skrímsli. Þetta er stórt orð. Það er raunar svo stórt að það getur inniborið nokkurn veginn allt sem ímyndunaraflið leyfir. Við þekkjum ýmis skrímsli, íslensk og erlend; Lagarfljótsorminn, varúlfa, skoffín, Godzilla, dreka, sköpunarverk Frankensteins og Þorgeirsbola – en getum líka búið til okkar eigin að vild og fellt undir mengið. Svo eru það afbrotamennirnir. „Skrímslið frá Amstetten" var einkunnin sem Josef Fritzl var gefin. Jimmy Savile hefur hlotið sömu nafnbót og fórnarlamb Karls Vignis Þorsteinssonar lýsti því í átakanlegu Kastljóssviðtali hvernig andlit elskulegs karls hefði umbreyst í ásjónu skrímslis þegar hann gerði sig líklegan til að svala sjúklegri fýsn sinni. Það er auðvelt að skrímslgera Karl Vigni Þorsteinsson, þennan litla, svipsterka og þungbrýnda mann sem hefur með góðlegu fasi tekist að blekkja svo ótalmarga og gera þeim svo margt. Það sama má segja um Josef Fritzl, sem framan af var ekki þekktur af öðru en úfinni og drýsilslegri lögregluljósmynd og meðfylgjandi hryllingssögu. Jimmy Savile er svo sérkapítuli. En hvenær hafa menn sagt sig nægilega úr lögum við samfélag sitt og eru nógu óásjálegir til að uppskera skrímslisstimpilinn? Svarið liggur síður hjá þeim, og frekar hjá okkur. Menn verða nefnilega skrímsli þegar við hættum að skilja hneigðirnar að baki brotum þeirra. Sumar óæskilegar hvatir skiljum við flest þótt okkur hafi tekist að búa okkur til eðlilegar hömlur í kringum þær. Við höfum til dæmis frumstæðan skilning á því þegar maður umturnast af bræði og meiðir annan. Fæst látum við það eftir okkur eða langar það yfir höfuð, en við skiljum samt hvað gerist – kannski aldrei betur en einmitt þegar barnaníðinga ber á góma. Barnagirnd skiljum við hins vegar ekki og þess vegna er það okkur eðlislægt að skipa þessum mönnum á bás með fjörulöllum, skuggaböldrum og öðrum kynjaskepnum sem vísindin ná hreinlega ekki til. Nema hvað að þessir menn eru alls engin skrímsli, heldur einmitt menn, og hegðun þeirra er ekki viðfangsefni skrímslafræðinga við þjóðfræðideild heldur sálfræðinga og lækna. Það er engum til góðs að opna þeim útleið úr mennskunni sem þrátt fyrir allt eru bara menn sem hafa komist upp með að láta undan afbrigðilegum hneigðum sínum allt of lengi. Ekki þeim sjálfum, ekki þolendum þeirra eða þolendum framtíðarinnar – og allra síst þeim sem einhvern tímann kunna að standa frammi fyrir því að velja hvort þeir eiga að athafna sig í myrkrinu eða leita sér hjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Skrímsli. Þetta er stórt orð. Það er raunar svo stórt að það getur inniborið nokkurn veginn allt sem ímyndunaraflið leyfir. Við þekkjum ýmis skrímsli, íslensk og erlend; Lagarfljótsorminn, varúlfa, skoffín, Godzilla, dreka, sköpunarverk Frankensteins og Þorgeirsbola – en getum líka búið til okkar eigin að vild og fellt undir mengið. Svo eru það afbrotamennirnir. „Skrímslið frá Amstetten" var einkunnin sem Josef Fritzl var gefin. Jimmy Savile hefur hlotið sömu nafnbót og fórnarlamb Karls Vignis Þorsteinssonar lýsti því í átakanlegu Kastljóssviðtali hvernig andlit elskulegs karls hefði umbreyst í ásjónu skrímslis þegar hann gerði sig líklegan til að svala sjúklegri fýsn sinni. Það er auðvelt að skrímslgera Karl Vigni Þorsteinsson, þennan litla, svipsterka og þungbrýnda mann sem hefur með góðlegu fasi tekist að blekkja svo ótalmarga og gera þeim svo margt. Það sama má segja um Josef Fritzl, sem framan af var ekki þekktur af öðru en úfinni og drýsilslegri lögregluljósmynd og meðfylgjandi hryllingssögu. Jimmy Savile er svo sérkapítuli. En hvenær hafa menn sagt sig nægilega úr lögum við samfélag sitt og eru nógu óásjálegir til að uppskera skrímslisstimpilinn? Svarið liggur síður hjá þeim, og frekar hjá okkur. Menn verða nefnilega skrímsli þegar við hættum að skilja hneigðirnar að baki brotum þeirra. Sumar óæskilegar hvatir skiljum við flest þótt okkur hafi tekist að búa okkur til eðlilegar hömlur í kringum þær. Við höfum til dæmis frumstæðan skilning á því þegar maður umturnast af bræði og meiðir annan. Fæst látum við það eftir okkur eða langar það yfir höfuð, en við skiljum samt hvað gerist – kannski aldrei betur en einmitt þegar barnaníðinga ber á góma. Barnagirnd skiljum við hins vegar ekki og þess vegna er það okkur eðlislægt að skipa þessum mönnum á bás með fjörulöllum, skuggaböldrum og öðrum kynjaskepnum sem vísindin ná hreinlega ekki til. Nema hvað að þessir menn eru alls engin skrímsli, heldur einmitt menn, og hegðun þeirra er ekki viðfangsefni skrímslafræðinga við þjóðfræðideild heldur sálfræðinga og lækna. Það er engum til góðs að opna þeim útleið úr mennskunni sem þrátt fyrir allt eru bara menn sem hafa komist upp með að láta undan afbrigðilegum hneigðum sínum allt of lengi. Ekki þeim sjálfum, ekki þolendum þeirra eða þolendum framtíðarinnar – og allra síst þeim sem einhvern tímann kunna að standa frammi fyrir því að velja hvort þeir eiga að athafna sig í myrkrinu eða leita sér hjálpar.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun