Krónublinda Þórður Snær Júlíusson skrifar 21. janúar 2013 06:00 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og leiðtogi flokksins í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum, birti nýverið pistil á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „sláandi verðkönnun“. Þar segir hún frá samanburði konu á kassakvittun frá Bónus árið 2007 og annarri þar sem nákvæmlega sömu vörur voru keyptar í desember 2012. Niðurstaðan sýnir að meðaltalshækkun á fjörutíu völdum vörum er tæplega 115 prósent á tímabilinu. Ályktun Vigdísar út frá könnuninni er eftirfarandi: „Okkur er talin trú um að kaupmáttur hafi „að mestu“ haldið sér. Þessar upplýsingar eru sláandi.“ Vigdís gerir þó enga tilraun til að rýna í raunverulegar ástæður þess að matvælaverð hefur hækkað. Kaupmáttur kemur þeim nefnilega ekkert við. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna heldur utan um vísitölu matarverðs í heiminum. Samkvæmt henni hefur matarverð í heiminum almennt hækkað um 35 prósent á viðmiðunartímabilinu sem Vigdís fjallar um. Ástæður þessara hækkana eru mýmargar. Náttúran hefur þar spilað stórt hlutverk. Mestu þurrkar sem orðið hafa í Bandaríkjunum í 50 ár, skógareldar í Rússlandi, uppskerubrestir í Evrópu og jarðskjálftar í Japan hafa til að mynda haft mikil áhrif til hækkunar á korni, kjöti, mjólkurvörum og mörgu öðru. Í alþjóðavæddu samfélagi skiptir verð á olíu höfuðmáli í verði matvæla, enda þarf að flytja matvælin frá þeim löndum þar sem er arðbært að framleiða þau til þeirra sem vilja neyta þeirra. Heimsmarkaðsverð á olíu var um tuttugu prósentum hærra í desember 2012 en það var í sama mánuði fimm árum áður. Ástæður þeirra hækkana eru mýmargar. Í fyrsta lagi hækkaði hrávöruverð mikið í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst 2008, þegar fjárfestingar færðust úr hlutabréfum yfir í hrávörur sem héldu betur verðgildi sínu. Byltingar í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum hafa einnig haft áhrif til hækkunar. Þá skiptir auðvitað miklu máli að millistétt heimsþorpsins stækkar á hverju ári og notar því bæði meira eldsneyti og borðar dýrari og fjölbreyttari fæðu. En stóri þátturinn í verðhækkun á matvælum á Íslandi er hrun íslensku krónunnar. Hún féll um rúm 46 prósent gagnvart evru á því tímabili sem könnunin sem Vigdís fjallar um nær til. Um þetta á að ríkja almenn vitneskja. Samkeppniseftirlitið birti til dæmis skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvöruári í janúar 2012 þar sem sagði að miklar verðhækkanir skýrðust fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Í skýrslunni segir orðrétt: „...eftir gengislækkun krónunnar hefur matvöruverð á Íslandi færst frá því að vera hlutfallslega mun hærra til þess að vera því sem næst jafnt meðalmatvöruverði í ESB löndum [...]. Í krónum talið hækkaði matvöruverð hins vegar gífurlega eftir hrunið.“ Í evrum talið hefur matvælaverð á Íslandi því lækkað. Hækkandi matvöruverð er eingöngu ytri þáttum að kenna, ekki sitjandi ríkisstjórn eða aukinni álagningu verslana. Það á ekki að koma á óvart, þrátt fyrir aukinn kaupmátt. Það eina sem hefði getað haft einhver raunveruleg áhrif á þá bölvun sem krónan er hefði verið að bjóða upp á raunhæfan kost um upptöku annarrar myntar, til dæmis evru með aðild að Evrópusambandinu. Það er ekki hægt að stilla sér upp sem málsvara neytenda en vilja á sama tíma halda í íslensku krónuna. Að gera það ber vott um annað hvort vítavert þekkingarleysi eða óheiðarleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og leiðtogi flokksins í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum, birti nýverið pistil á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „sláandi verðkönnun“. Þar segir hún frá samanburði konu á kassakvittun frá Bónus árið 2007 og annarri þar sem nákvæmlega sömu vörur voru keyptar í desember 2012. Niðurstaðan sýnir að meðaltalshækkun á fjörutíu völdum vörum er tæplega 115 prósent á tímabilinu. Ályktun Vigdísar út frá könnuninni er eftirfarandi: „Okkur er talin trú um að kaupmáttur hafi „að mestu“ haldið sér. Þessar upplýsingar eru sláandi.“ Vigdís gerir þó enga tilraun til að rýna í raunverulegar ástæður þess að matvælaverð hefur hækkað. Kaupmáttur kemur þeim nefnilega ekkert við. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna heldur utan um vísitölu matarverðs í heiminum. Samkvæmt henni hefur matarverð í heiminum almennt hækkað um 35 prósent á viðmiðunartímabilinu sem Vigdís fjallar um. Ástæður þessara hækkana eru mýmargar. Náttúran hefur þar spilað stórt hlutverk. Mestu þurrkar sem orðið hafa í Bandaríkjunum í 50 ár, skógareldar í Rússlandi, uppskerubrestir í Evrópu og jarðskjálftar í Japan hafa til að mynda haft mikil áhrif til hækkunar á korni, kjöti, mjólkurvörum og mörgu öðru. Í alþjóðavæddu samfélagi skiptir verð á olíu höfuðmáli í verði matvæla, enda þarf að flytja matvælin frá þeim löndum þar sem er arðbært að framleiða þau til þeirra sem vilja neyta þeirra. Heimsmarkaðsverð á olíu var um tuttugu prósentum hærra í desember 2012 en það var í sama mánuði fimm árum áður. Ástæður þeirra hækkana eru mýmargar. Í fyrsta lagi hækkaði hrávöruverð mikið í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst 2008, þegar fjárfestingar færðust úr hlutabréfum yfir í hrávörur sem héldu betur verðgildi sínu. Byltingar í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum hafa einnig haft áhrif til hækkunar. Þá skiptir auðvitað miklu máli að millistétt heimsþorpsins stækkar á hverju ári og notar því bæði meira eldsneyti og borðar dýrari og fjölbreyttari fæðu. En stóri þátturinn í verðhækkun á matvælum á Íslandi er hrun íslensku krónunnar. Hún féll um rúm 46 prósent gagnvart evru á því tímabili sem könnunin sem Vigdís fjallar um nær til. Um þetta á að ríkja almenn vitneskja. Samkeppniseftirlitið birti til dæmis skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvöruári í janúar 2012 þar sem sagði að miklar verðhækkanir skýrðust fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Í skýrslunni segir orðrétt: „...eftir gengislækkun krónunnar hefur matvöruverð á Íslandi færst frá því að vera hlutfallslega mun hærra til þess að vera því sem næst jafnt meðalmatvöruverði í ESB löndum [...]. Í krónum talið hækkaði matvöruverð hins vegar gífurlega eftir hrunið.“ Í evrum talið hefur matvælaverð á Íslandi því lækkað. Hækkandi matvöruverð er eingöngu ytri þáttum að kenna, ekki sitjandi ríkisstjórn eða aukinni álagningu verslana. Það á ekki að koma á óvart, þrátt fyrir aukinn kaupmátt. Það eina sem hefði getað haft einhver raunveruleg áhrif á þá bölvun sem krónan er hefði verið að bjóða upp á raunhæfan kost um upptöku annarrar myntar, til dæmis evru með aðild að Evrópusambandinu. Það er ekki hægt að stilla sér upp sem málsvara neytenda en vilja á sama tíma halda í íslensku krónuna. Að gera það ber vott um annað hvort vítavert þekkingarleysi eða óheiðarleika.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun