Lagerbäck: Eiður var jákvæður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson aðstoðarþjálfari fara yfir málin í gær. Fréttablaðið / Pjetur Íslenska landsliðið spilar æfingaleik gegn Rússum á Marbella á Spáni þann 6. febrúar næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM. Sá leikur fer fram í lok mars. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari valdi ekki þá þrjá leikmenn sem verða í banni í þeim í hópinn núna. Það eru Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason. Frá því Lagerbäck tók við liðinu hefur hann aðeins einu sinni valið Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp. Hann valdi hann í annað sinn í gær en Eiður hefur verið að leika mjög vel í Belgíu í vetur. „Ég hitti Eið í Belgíu um síðustu helgi og ræddi við hann um landsliðið. Hann var jákvæður og er til í að koma aftur í hópinn. Við sjáum svo til hvað gerist. Eiður er frábær leikmaður og það var ánægjulegt að heyra hvað hann var jákvæður í okkar spjalli," sagði Svíinn á blaðamannafundi Knattspyrnusambandsins í gær. Rússneska landsliðið er eitt sterkasta landslið heims og situr í níunda sæti á heimslista FIFA. Það er undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, greindi frá því að vinur á Ítalíu hefði komið að máli að þessi leikur gæti farið fram. Hvaða vinur það var kom þó ekki fram. „Það er frábært að spila gegn Rússum. Við viljum spila gegn bestu liðunum." Það er ekki bara Eiður Smári sem snýr aftur í hópinn. Kolbeinn Sigþórsson er einnig kominn til baka eftir erfið meiðsli. „Það er frábært að fá Kolbein aftur inn í hópinn. Við þurfum hann. Kolbeinn er að æfa af fullum krafti með Ajax og er orðinn 100 prósenta góður. Það er því ánægjuefni að hann standi okkur aftur til boða." Lagerbäck segist gjarnan vilja vera kominn með fleiri stig í undankeppni HM en hann fer ekkert í grafgötur með að stefnan sé sett á annað sæti riðilsins. Það sæti gefur rétt til þess að keppa í umspili. Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Íslenska landsliðið spilar æfingaleik gegn Rússum á Marbella á Spáni þann 6. febrúar næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM. Sá leikur fer fram í lok mars. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari valdi ekki þá þrjá leikmenn sem verða í banni í þeim í hópinn núna. Það eru Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Rúrik Gíslason. Frá því Lagerbäck tók við liðinu hefur hann aðeins einu sinni valið Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshóp. Hann valdi hann í annað sinn í gær en Eiður hefur verið að leika mjög vel í Belgíu í vetur. „Ég hitti Eið í Belgíu um síðustu helgi og ræddi við hann um landsliðið. Hann var jákvæður og er til í að koma aftur í hópinn. Við sjáum svo til hvað gerist. Eiður er frábær leikmaður og það var ánægjulegt að heyra hvað hann var jákvæður í okkar spjalli," sagði Svíinn á blaðamannafundi Knattspyrnusambandsins í gær. Rússneska landsliðið er eitt sterkasta landslið heims og situr í níunda sæti á heimslista FIFA. Það er undir stjórn Ítalans Fabio Capello. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, greindi frá því að vinur á Ítalíu hefði komið að máli að þessi leikur gæti farið fram. Hvaða vinur það var kom þó ekki fram. „Það er frábært að spila gegn Rússum. Við viljum spila gegn bestu liðunum." Það er ekki bara Eiður Smári sem snýr aftur í hópinn. Kolbeinn Sigþórsson er einnig kominn til baka eftir erfið meiðsli. „Það er frábært að fá Kolbein aftur inn í hópinn. Við þurfum hann. Kolbeinn er að æfa af fullum krafti með Ajax og er orðinn 100 prósenta góður. Það er því ánægjuefni að hann standi okkur aftur til boða." Lagerbäck segist gjarnan vilja vera kominn með fleiri stig í undankeppni HM en hann fer ekkert í grafgötur með að stefnan sé sett á annað sæti riðilsins. Það sæti gefur rétt til þess að keppa í umspili.
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira