Syngur um framhjáhaldara 26. janúar 2013 07:00 Disney-myndirnar viku Á meðan aðrar ungar stúlkur sátu og horfðu á Disney-teiknimyndir horfði Unnur á upptökur af Eurovision. Hún hefur alltaf verið mikill aðdáandi keppninnar og dreymt um að fá að taka þátt. Fréttablaðið/Valli „Textinn er ekki byggður á persónulegri reynslu þó margir haldi það kannski. Það eru jafnvel einn eða tveir strákar sem halda að þetta sé um þá en það er nú alls ekki tilfellið,“ segir söngkonan Unnur Eggertsdóttir sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag, Stolin augnablik. Lagið fjallar um stúlku og ómerkilegan kærasta sem heldur fram hjá henni. Unnur samdi og vann lagið í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fékk framleiðslufyrirtækið Novus til að hjálpa sér með myndbandið, en bæði teymin samanstanda af vinum hennar úr Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út lag á eigin vegum áður hefur Unnur þó oft sungið fyrir áhorfendur, helst þá í gervi Sollu stirðu sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í hlutverkinu hefur hún fengið tækifæri til að ferðast mikið og hafa áhrif á börn um allan heim. „Það koma til dæmis oft börn og segja Sollu að þau séu nú rosa dugleg að borða gulrætur, því ég hafi sagt þeim að gera það. Þannig hef ég tækifæri til að breyta heiminum, eitt barn í einu,“ segir hún og hlær. Það er nóg í gangi hjá Unni þessa dagana því hún tekur einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn á laugardaginn. Þar syngur hún lag Elízu Newman, Ég syng. „Það er algjör draumur að fá að standa á Eurovision-sviðinu. Ég hef fylgst með keppninni frá því ég var pínulítil og á meðan aðrar stelpur horfðu á Disney-teiknimyndir horfði ég á upptökur af keppninni,“ segir hún spennt.- trs Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Textinn er ekki byggður á persónulegri reynslu þó margir haldi það kannski. Það eru jafnvel einn eða tveir strákar sem halda að þetta sé um þá en það er nú alls ekki tilfellið,“ segir söngkonan Unnur Eggertsdóttir sem gaf á dögunum út sitt fyrsta lag, Stolin augnablik. Lagið fjallar um stúlku og ómerkilegan kærasta sem heldur fram hjá henni. Unnur samdi og vann lagið í samstarfi við strákana í StopWaitGo og fékk framleiðslufyrirtækið Novus til að hjálpa sér með myndbandið, en bæði teymin samanstanda af vinum hennar úr Verzlunarskóla Íslands. Þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út lag á eigin vegum áður hefur Unnur þó oft sungið fyrir áhorfendur, helst þá í gervi Sollu stirðu sem hún hefur leikið undanfarin þrjú ár. Í hlutverkinu hefur hún fengið tækifæri til að ferðast mikið og hafa áhrif á börn um allan heim. „Það koma til dæmis oft börn og segja Sollu að þau séu nú rosa dugleg að borða gulrætur, því ég hafi sagt þeim að gera það. Þannig hef ég tækifæri til að breyta heiminum, eitt barn í einu,“ segir hún og hlær. Það er nóg í gangi hjá Unni þessa dagana því hún tekur einnig þátt í Söngvakeppninni í fyrsta sinn á laugardaginn. Þar syngur hún lag Elízu Newman, Ég syng. „Það er algjör draumur að fá að standa á Eurovision-sviðinu. Ég hef fylgst með keppninni frá því ég var pínulítil og á meðan aðrar stelpur horfðu á Disney-teiknimyndir horfði ég á upptökur af keppninni,“ segir hún spennt.- trs
Tónlist Mest lesið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira