Menning

Milljarður í bresk bíóhús

skyfall vinsælust Daniel Craig ásamt leikstjóranum Sam Mendes.
skyfall vinsælust Daniel Craig ásamt leikstjóranum Sam Mendes.
Þrátt fyrir að sífellt fleiri nálgist kvikmyndir á netinu námu miðasölutekjur bíóa í Bretlandi meira en milljarði punda, eða 200 milljörðum íslenskra króna, árið 2012.

Næstum áratugur er síðan fleiri sóttu kvikmyndahús í Bretlandi. Svo virðist sem Bond-myndin Skyfall eigi þar hlut að máli.

Yfir 172 milljónir manna fóru í bíó í Bretlandi í fyrra, samkvæmt tölum bresku kvikmyndastofnunarinnar. Skyfall var vinsælasta mynd ársins með tekjur upp á rúmar 100 milljónir punda. Í öðru sæti, með um tvöfalt lægri tekjur, lenti The Dark Knight Rises.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.