Einbeiti mér að sjálfum mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2013 07:00 Gunnar Nelson er tilbúinn fyrir sinn stærsta bardaga á ferlinum til þessa. Nordic Photos / Getty Images Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC." Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira
Tæpar tvær vikur eru þar til Gunnar Nelson tekur þátt í sínum öðrum UFC-bardaga og þeim stærsta á ferlinum til þessa. Upphaflega var áætlað að Gunnar myndi mæta Justin Edwards en sá þurfti nýlega að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Nú er ljóst að Gunnar mætir Brasilíumanninum þaulreynda Jorge Santiago en sá er eldri og stærri en Gunnar. Santiago á að baki langan feril í UFC en þetta er þó fyrsti bardagi hans þar í rúmt ár. „Undirbúningurinn gengur prýðilega," sagði Gunnar, rólegur í máli, þegar Fréttablaðið tók hann tali um helgina. „Það breytti voða litlu fyrir mig þó svo að það hafi verið skipt um andstæðing, enda er ég fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég ætla að gera – ekki því sem aðrir gera." Hann á von á erfiðum bardaga gegn Santiago en þess má geta að Gunnar er enn ósigraður í ellefu MMA-bardögum á ferlinum. „Hann er bæði reyndur og góður bardagamaður. Hann er góður í jörðinni og hefur verið svartbeltingur [í brasilísku jiu-jitsu] í mörg ár. Hann er þó líka höggþungur uppi og ég á allt eins von á því að bardaginn verði meira standandi en flestir af mínum bardögum hafa verið hingað til. Þetta mun annars bara allt koma í ljós," sagði Gunnar, sem hefur haldið að mestu til heima við æfingar síðustu vikur og mánuði. „Þjálfarar mínir frá Írlandi eru með annan fótinn hér og svo eru þeir strákar sem ég æfi með heima orðnir ansi góðir. Það hefur því ekki verið nein pressa á mér að flytja út. Ég bjó úti í tvö ár á sínum tíma en núna er ég heima og kann vel við það." Gunnar vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína í sínum fyrsta UFC en hann fór þá létt með Bandaríkjamanninn DeMarques Johnson. Dana White, forseti UFC, hrósaði Gunnari í hástert á blaðamannafundi síðar þetta sama kvöld. Bardagi Gunnars gegn Santiago fer fram á Wembley-Arena þann 16. febrúar og er á svokölluðu „main card" og því einn af aðalbardögum kvöldsins. „Þetta er stærsta svið sem ég hef barist á hingað til og ég er mjög sáttur við þróun mála hingað til. Fólk tekur eftir manni þegar vel gengur og ég er ánægður hjá UFC."
Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sjá meira