Einn af þeim villtari Trausti Júlíusson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu baksviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari… Á safnplötunni Ace's Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablústónlist og fín útgáfa. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega. Leitin að einhverju sem maður hefur ekki áður heyrt er hins vegar ekkert bundin við nýja listamenn. Það er ekki síður spennandi að grúska í fortíðinni. Síðustu ár hafa sprottið upp endurútgáfufyrirtæki sem sérhæfa sig í tónlist sem er orðin meira en 50 ára og þar með komin úr höfundarrétti. Eitt af þeim betri er Fantastic Voyage. Útgáfur þess eru mjög vel unnar: Tónlistin almennilega hljóðblönduð og veglegur bæklingur fylgir hverri plötu. Í fyrra gaf FV út tveggja diska pakka tileinkaðan bandaríska ryþmablússöngvaranum og píanóleikaranum Johnny Ace. Ace var fæddur í Memphis í júní 1929. Hann var sjálfmenntaður píanóleikari og hóf ferilinn í hljómsveit BB King árið 1949. Þremur árum seinna gerði hann samning við Duke-útgáfufyrirtækið og sendi frá sér lagið My Song, sem náði toppi ryþmablúslistans. Eftir það kom röð af smáskífum næstu tvö árin en ferillinn hlaut snöggan endi 25. desember 1954. Ace hafði fengið þá hugmynd í fimm mínútna pásu baksviðs á tónleikum, að fara í rússneska rúllettu. Hann skaut sig í hausinn í pásunni, en augnabliki á undan hafði hann beint byssunni að kærustunni og hleypt af. Hún var heppnari… Á safnplötunni Ace's Wild eru öll þau lög sem Johnny hljóðritaði á ferlinum, en að auki lög sem hann lék inn á sem sessjón-leikari, m.a. með listamönnum eins og Bobby Bland, Earl Forest og BB King. Flott ryþmablústónlist og fín útgáfa.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira