Óskilgreind fegurð Freyr Bjarnason skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave & the Bad Seeds, Push the Sky Away, kemur út 18. febrúar. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar án stofnmeðlimsins Micks Harvey, sem sagði skilið við Cave og félaga fyrir þremur árum. Þar með er forsprakkinn Nick Cave orðinn eini upphaflegi meðlimur The Bad Seeds sem er enn í bandinu en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Eftir að hafa fylgt eftir síðustu plötu, Dig Lazarus, Dig!!! sem kom út 2008, lagðist hljómsveitin í híði á meðan Cave sneri sér að öðrum hugðarefnum. Önnur plata hliðarsveitar hans, Grinderman, kom út 2010 og í fyrra kom út glæpamyndin Lawless sem Cave samdi handritið að og bjó einnig til tónlistina við í samstarfi við Warren Ellis, félaga sinn úr The Bad Seeds og Grinderman. Push the Sky Away þykir rólegri og hlýlegri en Dig Lazarus, Dig!!! en á þeirri plötu var rokkið áberandi. Smáskífulögin tvö, We No Who U R og Jubilee Street bera vott um það og minna á plöturnar Boatman's Call og No More Shall We Part. Upptökur fóru fram í hljóðverinu La Fabrique á gömlum herragarði í suðurhluta Frakklands og annaðist Nick Launay, sem hefur unnið með Cave í mörg ár, upptökustjórn. "Ég mæti inn í hljóðverið með slatta af ómótuðum hugmyndum. Það eru The Bad Seeds sem breyta þeim í eitthvað töfrandi," sagði hinn 55 ára Cave, sem segir nýju plötuna hafa yfir óskilgreindri fegurð að ráða. "Við erum búnir að gera einhverjar fimmtán plötur og við ættum eiginlega ekki að vera að gera áhugaverðar eða merkilegar plötur svona seint á ferlinum. Þess vegna erum við frekar stoltir," sagði hann við tímaritið Uncut. Push the Sky Away kemur út í viðhafnarútgáfu, meðfram hinum hefðbundnu, eða í harðspjaldabók með 32 blaðsíðum með handskrifuðum textum og myndum. Mynddiskur fylgir einnig útgáfunni með myndefni frá listamönnunum Iain Forysth og Jane Pollard. Nick Cave & the Bad Seeds ætla að fylgja Push the Sky Away eftir á heldur óhefðbundinn hátt. Auk þess að fara í tónleikaferð um heiminn spilar sveitin á fjórum tónleikum í fjórum mismunandi borgum, London, París, Berlín og Los Angeles, dagana 10. til 18. febrúar. Á hverjum tónleikum spilar sveitin ásamt strengjasveit og kór, auk þess sem sýnd verður stuttmynd um gerð plötunnar. Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Fimmtánda hljóðversplata Nick Cave & the Bad Seeds, Push the Sky Away, kemur út 18. febrúar. Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar án stofnmeðlimsins Micks Harvey, sem sagði skilið við Cave og félaga fyrir þremur árum. Þar með er forsprakkinn Nick Cave orðinn eini upphaflegi meðlimur The Bad Seeds sem er enn í bandinu en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá stofnun þess. Eftir að hafa fylgt eftir síðustu plötu, Dig Lazarus, Dig!!! sem kom út 2008, lagðist hljómsveitin í híði á meðan Cave sneri sér að öðrum hugðarefnum. Önnur plata hliðarsveitar hans, Grinderman, kom út 2010 og í fyrra kom út glæpamyndin Lawless sem Cave samdi handritið að og bjó einnig til tónlistina við í samstarfi við Warren Ellis, félaga sinn úr The Bad Seeds og Grinderman. Push the Sky Away þykir rólegri og hlýlegri en Dig Lazarus, Dig!!! en á þeirri plötu var rokkið áberandi. Smáskífulögin tvö, We No Who U R og Jubilee Street bera vott um það og minna á plöturnar Boatman's Call og No More Shall We Part. Upptökur fóru fram í hljóðverinu La Fabrique á gömlum herragarði í suðurhluta Frakklands og annaðist Nick Launay, sem hefur unnið með Cave í mörg ár, upptökustjórn. "Ég mæti inn í hljóðverið með slatta af ómótuðum hugmyndum. Það eru The Bad Seeds sem breyta þeim í eitthvað töfrandi," sagði hinn 55 ára Cave, sem segir nýju plötuna hafa yfir óskilgreindri fegurð að ráða. "Við erum búnir að gera einhverjar fimmtán plötur og við ættum eiginlega ekki að vera að gera áhugaverðar eða merkilegar plötur svona seint á ferlinum. Þess vegna erum við frekar stoltir," sagði hann við tímaritið Uncut. Push the Sky Away kemur út í viðhafnarútgáfu, meðfram hinum hefðbundnu, eða í harðspjaldabók með 32 blaðsíðum með handskrifuðum textum og myndum. Mynddiskur fylgir einnig útgáfunni með myndefni frá listamönnunum Iain Forysth og Jane Pollard. Nick Cave & the Bad Seeds ætla að fylgja Push the Sky Away eftir á heldur óhefðbundinn hátt. Auk þess að fara í tónleikaferð um heiminn spilar sveitin á fjórum tónleikum í fjórum mismunandi borgum, London, París, Berlín og Los Angeles, dagana 10. til 18. febrúar. Á hverjum tónleikum spilar sveitin ásamt strengjasveit og kór, auk þess sem sýnd verður stuttmynd um gerð plötunnar.
Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira