Árni Páll og smalahundarnir Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. febrúar 2013 06:00 Árni minn, ég er ósköp ánægður með þennan friðartón í þér. Mig langar því að segja þér hundasögu eina til að styrkja þig enn fremur í þeirri trú að best sé að ræða álitamál á friðsamlegum nótum. Á haustdögum byrjaði ég að skokka á morgnana. Var það nokkur raun hinn fyrsta dag því þolið var lítið en svo er þar ófrýnilegur hundagarður á leiðinni. Þar eru ófáir hundar af ýmsum gerðum, kannski ekki svo ósvipað Samfylkingunni. Þegar ég skokka fram hjá þessum ferfætlingaflokki hefjast upp þessi ægilegu ýlfur, gelt og gól. Mér var brugðið enda ekki vanur því að standa frammi fyrir heilum flokki sem virðist hafa það efst á stefnuskránni að rífa mig í sig. En auðvitað skildi ég líka þessi viðbrögð. Það er eflaust óskemmtilegt að vera með næmt þefskyn og fá svo bullsveitta mannskepnu í grenndina. Þegar ég fór að skokka í annað sinn bar ég nokkurn kvíðboga fyrir því að fara fram hjá þessum óvinum mínum. En viti menn, einungis einn hundur fór að gelta alveg upp á sitt einsdæmi en hinir stóðu með skottið milli lappanna meðan ég dreifði svitalyktinni við túnfótinn. Þann þriðja skokkdag mætti ég skelfilega illa lyktandi enda var ég í sömu sokkunum þessa þrjá daga. En hundarnir lágu bara í leti og skelltu skollaeyrum við þessari lyktarmengun. Þeir hefðu örugglega ekki einu sinni gelt þó ég hefði hent óhreina tauinu inn til þeirra. Þetta minnti mig nokkuð á viðbrögð mannfólksins hér á Spáni við þeim skít sem nú hefur borist út. El País sagði á dögunum frá hliðarreikningum Lýðflokksins þar sem svartar greiðslur fóru til Mariano Rajoys forsætisráðherra og annarra frammámanna flokksins. Fyrstu viðbrögð voru álíka viðtökum hundanna á mínu fyrsta skokki. Menn sýndu í sér vígtennurnar og geltu hátt en nú eru flestir komnir í sínar venjulegu hundastellingu og taka lífinu með ró eða öllu heldur láta lífið taka sig í ró. Þetta er alveg rétt hjá þér, Árni, að grafa stríðsöxina. Þú sem varst vitni að því þegar fólk reifst eins og smalahundar og kettir á þínu stjórnarheimili. Nú þegar þú ert orðinn húsbóndi í flokknum skaltu brýna fyrir fólki að skella ekki skolti um leið og það finnur skítalykt né vera að elta ólar á hverjum ketti. Minnugur þess að þeir sem stökkva strax upp á nef sér með ýlfri og gelti eru venjulegast ósköp fljótir að setja skottið á milli lappanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Árni minn, ég er ósköp ánægður með þennan friðartón í þér. Mig langar því að segja þér hundasögu eina til að styrkja þig enn fremur í þeirri trú að best sé að ræða álitamál á friðsamlegum nótum. Á haustdögum byrjaði ég að skokka á morgnana. Var það nokkur raun hinn fyrsta dag því þolið var lítið en svo er þar ófrýnilegur hundagarður á leiðinni. Þar eru ófáir hundar af ýmsum gerðum, kannski ekki svo ósvipað Samfylkingunni. Þegar ég skokka fram hjá þessum ferfætlingaflokki hefjast upp þessi ægilegu ýlfur, gelt og gól. Mér var brugðið enda ekki vanur því að standa frammi fyrir heilum flokki sem virðist hafa það efst á stefnuskránni að rífa mig í sig. En auðvitað skildi ég líka þessi viðbrögð. Það er eflaust óskemmtilegt að vera með næmt þefskyn og fá svo bullsveitta mannskepnu í grenndina. Þegar ég fór að skokka í annað sinn bar ég nokkurn kvíðboga fyrir því að fara fram hjá þessum óvinum mínum. En viti menn, einungis einn hundur fór að gelta alveg upp á sitt einsdæmi en hinir stóðu með skottið milli lappanna meðan ég dreifði svitalyktinni við túnfótinn. Þann þriðja skokkdag mætti ég skelfilega illa lyktandi enda var ég í sömu sokkunum þessa þrjá daga. En hundarnir lágu bara í leti og skelltu skollaeyrum við þessari lyktarmengun. Þeir hefðu örugglega ekki einu sinni gelt þó ég hefði hent óhreina tauinu inn til þeirra. Þetta minnti mig nokkuð á viðbrögð mannfólksins hér á Spáni við þeim skít sem nú hefur borist út. El País sagði á dögunum frá hliðarreikningum Lýðflokksins þar sem svartar greiðslur fóru til Mariano Rajoys forsætisráðherra og annarra frammámanna flokksins. Fyrstu viðbrögð voru álíka viðtökum hundanna á mínu fyrsta skokki. Menn sýndu í sér vígtennurnar og geltu hátt en nú eru flestir komnir í sínar venjulegu hundastellingu og taka lífinu með ró eða öllu heldur láta lífið taka sig í ró. Þetta er alveg rétt hjá þér, Árni, að grafa stríðsöxina. Þú sem varst vitni að því þegar fólk reifst eins og smalahundar og kettir á þínu stjórnarheimili. Nú þegar þú ert orðinn húsbóndi í flokknum skaltu brýna fyrir fólki að skella ekki skolti um leið og það finnur skítalykt né vera að elta ólar á hverjum ketti. Minnugur þess að þeir sem stökkva strax upp á nef sér með ýlfri og gelti eru venjulegast ósköp fljótir að setja skottið á milli lappanna.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun