Óvenjufalleg fermingartíska í ár 14. febrúar 2013 06:00 Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Mynd/Bragi Þór Jósefsson Verslunin Cosmo hefur staðið framarlega í sölu á fermingarfatnaði síðustu ár og áratugi en þar er að finna falleg föt á fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur. „Ég hef selt fermingarfatnað í 26 ár og nú eru þær sem ég afgreiddi fyrst um sinn farnar að koma með sínar dætur. Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Hún segir tískuna sjaldan hafa verið jafn skemmtilega og í ár. „Það er mikið um blúndukjóla. Flestir eru stuttir og ermalausir en margar taka ermar við. Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og smart,“ segir Lilja. Hún segir tískuna afar látlausa og sýnist henni það sama eiga við um hárið. „Það hefur átt það til að vera mjög krullað og svolítið yfirdrifið en nú heyrist mér það eiga að vera slétt og einfalt.“ Lilja hefur stundum hannað eigin fermingarlínur og eins keypt hugmyndir annarra en í ár er úrvalið innflutt. Fatnaðurinn er frá Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir kremhvíta litinn ráðandi í bland við ferskju- og appelsínulit og hvetur allar fermingarstúlkur til að koma og líta á úrvalið. Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Verslunin Cosmo hefur staðið framarlega í sölu á fermingarfatnaði síðustu ár og áratugi en þar er að finna falleg föt á fermingarstúlkur, mæður þeirra og ömmur. „Ég hef selt fermingarfatnað í 26 ár og nú eru þær sem ég afgreiddi fyrst um sinn farnar að koma með sínar dætur. Eftir nokkur ár fer ég líklega að taka á móti þriðju kynslóð,“ segir Lilja Hrönn Hauksdóttir, eigandi Cosmo. Hún segir tískuna sjaldan hafa verið jafn skemmtilega og í ár. „Það er mikið um blúndukjóla. Flestir eru stuttir og ermalausir en margar taka ermar við. Undanfarin ár hafa flestar fermingarstúlkur verið í leggings við kjólana sína en nú eru það húðlituðu sokkabuxurnar sem ráða ríkjum. Útkoman er virkilega dömuleg og smart,“ segir Lilja. Hún segir tískuna afar látlausa og sýnist henni það sama eiga við um hárið. „Það hefur átt það til að vera mjög krullað og svolítið yfirdrifið en nú heyrist mér það eiga að vera slétt og einfalt.“ Lilja hefur stundum hannað eigin fermingarlínur og eins keypt hugmyndir annarra en í ár er úrvalið innflutt. Fatnaðurinn er frá Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu. Hún segir kremhvíta litinn ráðandi í bland við ferskju- og appelsínulit og hvetur allar fermingarstúlkur til að koma og líta á úrvalið.
Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Fleiri fréttir Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira