Fúlsað við töframönnum Stígur Helgason skrifar 15. febrúar 2013 06:00 "Við leit mína að morðingja Láru hef ég notast við reglur stofnunarinnar, ályktunarhæfni, tíbeska aðferðafræði, eðlisávísun mína, og heppni. En núna þarf ég eitthvað nýtt, sem við skulum – þar til betra orð finnst – kalla…töfra.“ Öll lendum við stundum í öngstræti. Meira að segja Dale Cooper, mesti fagmaður sem birst hefur á sjónvarpsskjá. Þegar um allt annað þraut neyddist hann til að reiða sig á kukl í rannsókn sinni á morði Láru Palmer í smábænum Twin Peaks. Og það virkaði, af því að hann var flottastur. Um þessar mundir væri gott að hafa hér mann eins og Dale Cooper, eða hreinlega Mulder og Scully, sem gætu notað yfirskilvitlegt innsæi sitt til að bregða ljósi á atburðarásina í kringum heimsókn kollega þeirra hingað til lands sumarið 2011. Svo þvælt er málið orðið að það dugir varla minna en liðsstyrkur FBI við rannsóknina. Ég hef nefnilega, eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og aðrir stjórnarandstæðingar, séð nógu marga sjónvarpsþætti og bíómyndir til að vita að fulltrúar FBI eru algjörlega með þetta. Þeir eru fluggáfaðir, góðir að slást, láta fólk ekki komast upp með neitt múður og ekki nema svona tíundi hver þeirra er á mála hjá vondu köllunum. Það sem þó er vitað um málið ber þess líka vitni að þarna fari alvöru fólk. Að morgni 24. ágúst var ákveðið að leyfa fulltrúunum að koma. Þá tók ekki við nokkurra daga drepleiðinleg bjúrókrasía vestanhafs, heldur var hersingin mætt seinna um daginn, líklega með einkaþotu og biksvört sólgleraugu. Og þeir sem halda að það þurfi bara eina Clarice Starling eða svo til að ræða við nítján ára tölvunörd eru á villigötum. Í slíkt verk einhenda sér átta þrautþjálfaðir alríkislögreglumenn, eins og vera ber. Hér lentu þessir öðlingar hins vegar á vegg sem heitir Ögmundur Jónasson og er orðinn býsna kvarnaður eftir ítrekaða árekstra. Svo eigruðu þeir um göturnar í heila viku áður en þeir hrökkluðust heim á leið, að sjálfsögðu með stráklinginn með sér – hann vildi eins og við hin njóta sem mestra samvista við þessi göfugmenni. Öll þessi umræða minnir mig á atvik úr mínu eigin lífi, þegar tveir jakkafataklæddir og óhemjukurteisir menn gáfu sig á tal við mig á Hringbrautinni, ávörpuðu mig á ensku og spurðu ótal spurninga eins og ég væri mikilvægasti maður heims. Mér varð reyndar fljótt ljóst að þetta væru mormónar og bað þá vinsamlegast að troða áróðrinum upp í bakpokann á sér – en óskaði þess í laumi að þetta hefðu verið agentar Bandaríkjanna en ekki guðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
"Við leit mína að morðingja Láru hef ég notast við reglur stofnunarinnar, ályktunarhæfni, tíbeska aðferðafræði, eðlisávísun mína, og heppni. En núna þarf ég eitthvað nýtt, sem við skulum – þar til betra orð finnst – kalla…töfra.“ Öll lendum við stundum í öngstræti. Meira að segja Dale Cooper, mesti fagmaður sem birst hefur á sjónvarpsskjá. Þegar um allt annað þraut neyddist hann til að reiða sig á kukl í rannsókn sinni á morði Láru Palmer í smábænum Twin Peaks. Og það virkaði, af því að hann var flottastur. Um þessar mundir væri gott að hafa hér mann eins og Dale Cooper, eða hreinlega Mulder og Scully, sem gætu notað yfirskilvitlegt innsæi sitt til að bregða ljósi á atburðarásina í kringum heimsókn kollega þeirra hingað til lands sumarið 2011. Svo þvælt er málið orðið að það dugir varla minna en liðsstyrkur FBI við rannsóknina. Ég hef nefnilega, eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og aðrir stjórnarandstæðingar, séð nógu marga sjónvarpsþætti og bíómyndir til að vita að fulltrúar FBI eru algjörlega með þetta. Þeir eru fluggáfaðir, góðir að slást, láta fólk ekki komast upp með neitt múður og ekki nema svona tíundi hver þeirra er á mála hjá vondu köllunum. Það sem þó er vitað um málið ber þess líka vitni að þarna fari alvöru fólk. Að morgni 24. ágúst var ákveðið að leyfa fulltrúunum að koma. Þá tók ekki við nokkurra daga drepleiðinleg bjúrókrasía vestanhafs, heldur var hersingin mætt seinna um daginn, líklega með einkaþotu og biksvört sólgleraugu. Og þeir sem halda að það þurfi bara eina Clarice Starling eða svo til að ræða við nítján ára tölvunörd eru á villigötum. Í slíkt verk einhenda sér átta þrautþjálfaðir alríkislögreglumenn, eins og vera ber. Hér lentu þessir öðlingar hins vegar á vegg sem heitir Ögmundur Jónasson og er orðinn býsna kvarnaður eftir ítrekaða árekstra. Svo eigruðu þeir um göturnar í heila viku áður en þeir hrökkluðust heim á leið, að sjálfsögðu með stráklinginn með sér – hann vildi eins og við hin njóta sem mestra samvista við þessi göfugmenni. Öll þessi umræða minnir mig á atvik úr mínu eigin lífi, þegar tveir jakkafataklæddir og óhemjukurteisir menn gáfu sig á tal við mig á Hringbrautinni, ávörpuðu mig á ensku og spurðu ótal spurninga eins og ég væri mikilvægasti maður heims. Mér varð reyndar fljótt ljóst að þetta væru mormónar og bað þá vinsamlegast að troða áróðrinum upp í bakpokann á sér – en óskaði þess í laumi að þetta hefðu verið agentar Bandaríkjanna en ekki guðs.