Gunnar Nelson: Ánægður með bardagann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2013 08:00 vígalegur Gunnar Nelson sækir hér að Jorge Santiago.Nordicphotos/getty Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar. Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Gunnar Nelson hélt sigurgöngu sinni áfram í UFC um helgina þegar hann vann Brasilíumanninn Jorge Santiago örugglega í Wembley Arena. „Ég er stálsleginn. Þetta var náttúrulega erfiður bardagi en ég lenti ekki alveg eins illa í því og hann. Ég er aðeins aumur í þumlinum eftir að ég lenti eitthvað illa en annars er ég alveg ágætur," sagði Gunnar Nelson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Ég er aðeins aumur í olnboganum en það var nú bara eftir andlitið á honum. Það er eiginlega það sama um þumallinn. Ég hef kýlt hann einu sinni og lent eitthvað skringilega á þumlinum. Það er það eina sem er að hamla mér," segir Gunnar. Hann hafði unnið tíu bardaga í röð þegar hann steig inn í hringinn á móti Jorge Santiago, þar af níu þeirra í fyrstu lotu. Nú náði Gunnar hins vegar ekki að klára mótherjann en sigurinn var öruggur. „Það kláraði enginn bardagann. Þó að ég hafi verið nálægt því nokkrum sinnum kláraðist hann ekki. Ég á eftir að horfa á bardagann aftur en þegar ég hugsa til baka var þetta nokkuð öruggt," sagði Gunnar. „Ég endaði ofan á honum í annarri lotu og þar náði ég að láta höggin dynja á honum. Hann er mjög reynslumikill og gerir mjög lítið af mistökum. Það var því erfitt að ná að opna hann mikið á gólfinu og tók sinn tíma. Ég er mjög ánægður með þennan bardaga. Það er mjög gott að vera búinn að fara í gegnum þrjár lotur og eyða miklum tíma standandi. Það er hægt að taka mikið frá þessu," sagði Gunnar. Hann segist ekki hafa fundið mikið fyrir höggunum frá Santiago. „Það var eitt högg og það var högg sem ég held að enginn hafi tekið eftir en það kom þegar hann var undir mér á gólfinu. Það högg hitti mig beint í kjálkann og hitti vel. Það var eina höggið sem ég man eftir sem mér fannst hafa gert eitthvað, ekki að ég hafi verið eitthvað ringlaður. Ég fann vel fyrir því en mér fannst öll önnur högg frá honum bara svona snerta mig. Kannski litu einhver þeirra illa út en ég hef yfirleitt verið að hreyfa mig með höggunum og það tekur rosalega mikið frá þeim," sagði Gunnar. En hvað tekur við? „Ég er að fara til Dublin og verð þar í viku til þess að styðja Árna og Bjarka. Síðan kem ég bara heim og fer aftur í salinn," sagði Gunnar sem þarf að laga eitthvað hjá sér. „Ég slaka á í smá stund en síðan ætla ég að vinna í ákveðnum hlutum standandi. Ég er miklu vanari að vera niðri í bardögunum þó að maður djöflist í öllu á æfingunum. Það er allt öðruvísi þegar maður kemur í bardaga því orkan er allt öðruvísi og skrokkurinn bregst öðruvísi við. Þetta var frábær bardagi fyrir mig," sagði Gunnar.
Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira