Byggir myndina á blaðamannaheiminum Álfrún Pálsdóttir skrifar 18. febrúar 2013 09:00 „Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“ Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira