Krónan líklegust til að verða að bitbeini Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í pontu á landsfundi árið 2011. Árið áður bauð Pétur Blöndal sig óvænt fram gegn sitjandi formanni. Í fyrra laut svo Hanna Birna Kristjándóttir í lægra haldi fyrir Bjarna.l Fréttablaðið/Daníe Gjaldmiðilsmál eru talin líklegust til að vera vettvangur átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Sátt virðist um að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB). Í tillögum efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundar er því haldið fram að króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillögunum er sagt að til að losna við gjaldeyrishöft þurfi að hefjast handa við undirbúning um að taka alþjóðlega mynt í notkun. Tillögurnar hafa valdið ákveðnum styr innan flokksins og mun hafa verið þrýst á nefndina að breyta þeim. Þykir sumum innan flokksins sem afstaða nefndarinnar í að lýsa frati á krónuna sé fullbrött. Þannig er í undirbúningi að minnsta kosti ein breytingatillaga vegna þessa. Þannig segist Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem auk hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Ólafs Klemenssonar leggur fram breytingatillögu, biðja menn um að gæta hófs í því að tala um Kanadadollar og aðrar myntir. „Menn verða að minnsta kosti að rökstyðja það aðeins betur fyrir mig," segir hann, en telur þó tæpast að þetta verði mikið deiluefni. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Evrópumál séu ólíkleg til að verða ásteytingarsteinn á landsfundinum. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildarviðræðna geti sætt sig við að viðræðurnar verði lagðar til hliðar þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um framhald þeirra. Helst að tekist verði á um tímasetningu slíkrar atkvæðagreiðslu. Þannig munu stuðningsmenn viðræðna sjá á lofti jákvæð teikn í Evrópu sem styðja muni málflutning þeirra þegar fram í sækir, svo sem breytingar á sjávarútvegsstefnu, jákvæðar breytingar sem Bretar standi fyrir og viðræður um fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Þá er talið mögulegt að tekist verði á um skipulagsreglur flokksins, sem breytt var nokkuð á síðasta landsfundi. Breytingarnar sneru að því hvernig skipað væri í nefndir. Það önnuðust áður stofnanir flokksins, en nú er kosið í nefndir á landsfundi og skiptar skoðanir um hvernig til hafi tekist með breytingunni. Fyrir fram er ekki búist við átökum um forystu flokksins. Ekki er vitað til þess að nokkur ætli að bjóða sig fram á móti sitjandi formanni. Hanna Birna Kristjánsdóttir býður sig fram til varaformanns. Dæmi eru hins vegar um frá fyrri tíð að framboð hafi komið fram á landsfundinum sjálfum og því aldrei að vita hvað verður. Kosningar 2013 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira
Gjaldmiðilsmál eru talin líklegust til að vera vettvangur átaka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag í Laugardalshöll í Reykjavík. Sátt virðist um að efna beri til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB). Í tillögum efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokksins til landsfundar er því haldið fram að króna í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Í tillögunum er sagt að til að losna við gjaldeyrishöft þurfi að hefjast handa við undirbúning um að taka alþjóðlega mynt í notkun. Tillögurnar hafa valdið ákveðnum styr innan flokksins og mun hafa verið þrýst á nefndina að breyta þeim. Þykir sumum innan flokksins sem afstaða nefndarinnar í að lýsa frati á krónuna sé fullbrött. Þannig er í undirbúningi að minnsta kosti ein breytingatillaga vegna þessa. Þannig segist Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fjárfestir, sem auk hagfræðinganna Oddgeirs Ottesen og Ólafs Klemenssonar leggur fram breytingatillögu, biðja menn um að gæta hófs í því að tala um Kanadadollar og aðrar myntir. „Menn verða að minnsta kosti að rökstyðja það aðeins betur fyrir mig," segir hann, en telur þó tæpast að þetta verði mikið deiluefni. Heimildir blaðsins herma hins vegar að Evrópumál séu ólíkleg til að verða ásteytingarsteinn á landsfundinum. Bæði fylgismenn og andstæðingar aðildarviðræðna geti sætt sig við að viðræðurnar verði lagðar til hliðar þar til þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram um framhald þeirra. Helst að tekist verði á um tímasetningu slíkrar atkvæðagreiðslu. Þannig munu stuðningsmenn viðræðna sjá á lofti jákvæð teikn í Evrópu sem styðja muni málflutning þeirra þegar fram í sækir, svo sem breytingar á sjávarútvegsstefnu, jákvæðar breytingar sem Bretar standi fyrir og viðræður um fríverslunarsamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Þá er talið mögulegt að tekist verði á um skipulagsreglur flokksins, sem breytt var nokkuð á síðasta landsfundi. Breytingarnar sneru að því hvernig skipað væri í nefndir. Það önnuðust áður stofnanir flokksins, en nú er kosið í nefndir á landsfundi og skiptar skoðanir um hvernig til hafi tekist með breytingunni. Fyrir fram er ekki búist við átökum um forystu flokksins. Ekki er vitað til þess að nokkur ætli að bjóða sig fram á móti sitjandi formanni. Hanna Birna Kristjánsdóttir býður sig fram til varaformanns. Dæmi eru hins vegar um frá fyrri tíð að framboð hafi komið fram á landsfundinum sjálfum og því aldrei að vita hvað verður.
Kosningar 2013 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Sjá meira