Skilin hafa skerpst í afstöðu til viðræðna Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. febrúar 2013 07:00 Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu". Kosningar 2013 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu".
Kosningar 2013 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira