Skilin hafa skerpst í afstöðu til viðræðna Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. febrúar 2013 07:00 Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu". Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun.Geta flokkarnir náð saman um Evrópumál? Haldi Sjálfstæðisflokkurinn sig við mjög afdráttarlausa stefnu í Evrópumálum sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi flokksins er vandséð að hann fái starfað með öðrum en Framsóknarflokki í ríkisstjórn að loknum kosningum í vor. „Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir í stjórnmálaályktun landsfundarins. Þar kemur einnig fram að landsfundurinn telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Er þarna ákveðinn samhljómur við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um utanríkismál frá tíunda þessa mánaðar. Þar sögðust Framsóknarmenn telja hag Íslands best borgið utan Evrópusambandsins. „Ekki verði lengra haldið í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Samfylkingin áréttaði hins vegar í landsfundarsamþykkt sinni um utanríkismál í byrjun mánaðarins það álit að þjóðin ætti „kröfu á að fá fullgerðan samning í hendur til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu". Forgangsverkefni jafnaðarmanna væri að halda aðildarviðræðum áfram „af fullri einurð", líkt og segir í stjórnmálaályktun fundarins. Vinstrihreyfingin – grænt framboð (VG) lauk einnig landsfundi núna um helgina og áréttaði í ályktun sinni um utanríkismál að fundurinn teldi hagsmunum Íslands best borgið utan Evrópusambandsins en vildi þó ljúka aðildarviðræðum við sambandið og setja ferlinu tímamörk, til dæmis eitt ár frá kosningum. „Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðnanna," segir í ályktun VG, sem jafnframt vill beita sér fyrir því að tryggðar verði breytingar á stjórnarskrá þannig að þjóðaratkvæðagreiðslan verði bindandi en ekki aðeins ráðgefandi. Síðan má velta upp þeirri spurningu hvort tilkoma nýs stjórnmálaafls, Bjartrar framtíðar, sem mælst hefur með allnokkuð fylgi komi til með að breyta mögulegu landslagi stjórnarmyndunar, en vandséð er málamiðlun hjá hinum flokkunum sem setið hafa í stjórn og vilja ýmist slíta viðræðum við Evrópusambandið og hefja þær ekki að nýju fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, eða ljúka þeim viðræðum sem hafnar eru og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar. Í stefnuyfirlýsingu Bjartrar framtíðar kemur hins vegar fram að flokkurinn vilji beita sér fyrir því að „Íslendingar landi eins góðum samningi og völ er á við Evrópusambandið og að þjóðin taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu, að undangenginni upplýstri og vandaðri umræðu".
Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira