Blúshátíð haldin í tíunda sinn 2. mars 2013 10:00 Guitar Shorty er einn af aðalgestum Blúshátíðar í Reykjavík. Blúshátíð í Reykjavík verður haldin um páskana. Góðir gestir stíga á svið. Aðalgestir tíundu Blúshátíðar í Reykjavík verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og gítarleikarinn Guitar Shorty. Lucky Peterson er ein helsta stjarna blússins um þessar mundir og Tamara Peterson er einstaklega fær blússöngkona með hjartað á réttum stað. Guitar Shorty er lifandi goðsögn, blúsmaður af gamla skólanum. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix og Muddy Waters. Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Þrennir tónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, skírdag. Miðasala fer fram á Midi.is. „Þetta verður með hefðbundnu sniði. Þessi hátíð er orðin fastur liður í menningarlífi landsmanna og þetta er alltaf jafngaman,“ segir Halldór Bragason, skipuleggjandi hátíðarinnar.-fb Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Blúshátíð í Reykjavík verður haldin um páskana. Góðir gestir stíga á svið. Aðalgestir tíundu Blúshátíðar í Reykjavík verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og gítarleikarinn Guitar Shorty. Lucky Peterson er ein helsta stjarna blússins um þessar mundir og Tamara Peterson er einstaklega fær blússöngkona með hjartað á réttum stað. Guitar Shorty er lifandi goðsögn, blúsmaður af gamla skólanum. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles. Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix og Muddy Waters. Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Þrennir tónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, skírdag. Miðasala fer fram á Midi.is. „Þetta verður með hefðbundnu sniði. Þessi hátíð er orðin fastur liður í menningarlífi landsmanna og þetta er alltaf jafngaman,“ segir Halldór Bragason, skipuleggjandi hátíðarinnar.-fb
Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira