Tónlist

Blúshátíð haldin í tíunda sinn

Guitar Shorty er einn af aðalgestum Blúshátíðar í Reykjavík.
Guitar Shorty er einn af aðalgestum Blúshátíðar í Reykjavík.
Blúshátíð í Reykjavík verður haldin um páskana. Góðir gestir stíga á svið.

Aðalgestir tíundu Blúshátíðar í Reykjavík verða hjónin Lucky og Tamara Peterson og gítarleikarinn Guitar Shorty.

Lucky Peterson er ein helsta stjarna blússins um þessar mundir og Tamara Peterson er einstaklega fær blússöngkona með hjartað á réttum stað. Guitar Shorty er lifandi goðsögn, blúsmaður af gamla skólanum. Hann er fyrrum gítarleikari Willie Dixon, Sam Cooke og Ray Charles.

Shorty er einn af virtustu og vinsælustu blúsmönnum heims, margverðlaunaður og hefur spilað með flestum stórstjörnum blústónlistarinnar frá upphafi, þ.á.m. mági sínum Jimi Hendrix og Muddy Waters.

Blúshátíð í Reykjavík 2013 verður haldin 23. til 28. mars. Þrennir tónleikar verða á Hilton Reykjavík Nordica, þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld, skírdag. Miðasala fer fram á Midi.is. „Þetta verður með hefðbundnu sniði. Þessi hátíð er orðin fastur liður í menningarlífi landsmanna og þetta er alltaf jafngaman,“ segir Halldór Bragason, skipuleggjandi hátíðarinnar.-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.