Lagið fjallar ekki um lýsi Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. "Ég hef aðeins unnið með strákunum í Stop Wait Go og þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki syngja lagið með Kristmundi," segir María um verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm 957 og viðurkennir María að það sé skrítið að heyra sjálfa sig syngja í útvarpinu. "Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast en viðtökurnar hafa verið góðar." Hún segir söng og leiklist sín helstu áhugamál og hyggur á framhaldsnám í tón- og leiklist. "Ég hef aldrei lært söng, en hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég hef líka tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára aldri, þar á meðal Söngvaseið sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og í Michael Jackson sýningunni á Broadway," segir María sem hefur að auki komið fram í þremur nemendaleiksýningum Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Þegar hún er spurð út í titil lagsins segir hún hann hafa verið uppsprettu góðlátlegs gríns meðal vina hennar. "Mér datt ekki í hug að titillinn gæti misskilist fyrr en vinir mínir byrjuðu að djóka með hann. En lagið fjallar ekki um lýsi," segir hún og hlær. Tónlist Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum. "Ég hef aðeins unnið með strákunum í Stop Wait Go og þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki syngja lagið með Kristmundi," segir María um verkefnið. Lýsi í myrkri er þegar komið í spilun á útvarpsstöðinni Fm 957 og viðurkennir María að það sé skrítið að heyra sjálfa sig syngja í útvarpinu. "Ég vissi ekki alveg við hverju ég mátti búast en viðtökurnar hafa verið góðar." Hún segir söng og leiklist sín helstu áhugamál og hyggur á framhaldsnám í tón- og leiklist. "Ég hef aldrei lært söng, en hef sungið frá því ég man eftir mér. Ég hef líka tekið þátt í leiksýningum frá tíu ára aldri, þar á meðal Söngvaseið sem var sett upp í Borgarleikhúsinu og í Michael Jackson sýningunni á Broadway," segir María sem hefur að auki komið fram í þremur nemendaleiksýningum Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún lýkur stúdentsprófi í vor. Þegar hún er spurð út í titil lagsins segir hún hann hafa verið uppsprettu góðlátlegs gríns meðal vina hennar. "Mér datt ekki í hug að titillinn gæti misskilist fyrr en vinir mínir byrjuðu að djóka með hann. En lagið fjallar ekki um lýsi," segir hún og hlær.
Tónlist Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“