Fín endurkoma til Oz Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 Ævintýramyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz The Great And Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs sem er þeytt frá Kansas af fellibyl til hins litríka lands, Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupottinn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlutverki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur nornina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika "góðu nornina" og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. "Persónurnar taka allar breytingum í gegnum myndina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búninginn, það get ég sagt ykkur," sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggðar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekjan Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz The Great And Powerful hlýtur 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagnrýnandi Village Voice var lítt hrifinn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz The Great And Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ævintýramyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz The Great And Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs sem er þeytt frá Kansas af fellibyl til hins litríka lands, Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupottinn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlutverki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur nornina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika "góðu nornina" og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. "Persónurnar taka allar breytingum í gegnum myndina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búninginn, það get ég sagt ykkur," sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggðar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekjan Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz The Great And Powerful hlýtur 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagnrýnandi Village Voice var lítt hrifinn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz The Great And Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp