Stefnt fyrir að flytja ábyrgðir á ónýt félög Stígur Helgason skrifar 9. mars 2013 06:00 Til rannsóknar Jóhannes, til hægri, og Elmar, til vinstri, voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvemberlok 2011 og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim vegna rannsókna sérstaks saksóknara. Fallist var á varðhald yfir Jóhannesi en ekki Elmari. Fréttablaðið/anton Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi. Stím málið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi.
Stím málið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“