Fékk loks kjark til að sækja um Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. mars 2013 06:00 Elsa María Jakobsdóttir er sammála því að auka þurfi hlut kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi. Hún er fyrsta íslenska konan sem kemst inn í leikstjóranámið í hinum eftirsótta skóla Den Danske Filmskole. Mynd/Þorbjörn Ingason „Inntökuskilyrðin og verkefnin voru heilmikil áskorun fyrir mig og ég hafði oft guggnað áður af því einu að lesa verkefnalistann á heimasíðu skólans,“ segir Elsa María Jakobsdóttir sem á dögunum varð ein af sex nemendum sem voru teknir inn í leikstjóranámið við Den Danske Filmskole. Námið er fjögurra ára nám í leikstjórn og voru sex nemendur teknir inn af 140 umsækjendum. Elsa segist ekki hafa búist við því að komast inn en auðvitað verið að vona, enda búin að undirbúa umsóknina í heilt ár. „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inntökuferlið var taugatrekkjandi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungurleikarnir í kvikmyndagerð,“ segir Elsa María, sem hefur nám í haust. „Í ljósi þess að leikstjóranámið er eitt það dýrasta sem danska ríkið kostar þá skil ég vel að inntökunefndin vilji þekkja umsækjendur inn og út og koma í veg fyrir að veðja á rangan hest. Mér skilst að einungis nám flughermanna í danska hernum sé kostnaðarsamara fyrir danska ríkið.“ Elsa María hefur verið búsett síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn með löngum dvölum á Íslandi inn á milli. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum innan kvikmyndagerðar hjá Zik Zak kvikmyndum á síðastliðnum þremur árum. Þar áttaði hún sig á því að kvikmyndagerð er ekki geimvísindi og þorði að leyfa sér að langa að verða leikstjóri. „Þá loksins skildi ég að þetta snýst um að liggja eitthvað á hjarta, en ekki bara að vera æðislega klár á takkana. En ég þurfti spark í rassinn til að fá kjark til að sækja um,“ segir Elsa María og segir fyrrum samstarfskonu sína úr Kastljósi og fyrirmynd, Þóru Arnórsdóttur, hafa veitt sér innblástur. „Þegar hún tilkynnti um sitt forsetaframboð áttaði ég mig á því að fyrst hún þorir að koma út úr skápnum með jafn stóran draum og að langa að verða forseti þá hlýt ég að þora að verða kvikmyndaleikstjóri.“ Hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og Elsa fylgst vel með. Hún er sammála gagnrýninni og segir ástandið lítið skárra í Danmörku þar sem hlutur kvenna í handritun, leikstjórn og úthlutuðum styrkjum er einnig rýr. „Ég fékk gæsahúð ofan í tær að hlusta á ræðu Kristínar Jóhannesdóttur á Eddunni og hún blés mér kjark í brjóst á lokametrunum í inntökuferlinu. Það þarf svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð og að segja fleiri sögur út frá sjónarhóli og reynsluheimi kvenna. Skapa fyrirmyndir til að brjóta niður mýtuna um kvikmyndagerð sem eitthvað frátekið karlasvið.“ Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
„Inntökuskilyrðin og verkefnin voru heilmikil áskorun fyrir mig og ég hafði oft guggnað áður af því einu að lesa verkefnalistann á heimasíðu skólans,“ segir Elsa María Jakobsdóttir sem á dögunum varð ein af sex nemendum sem voru teknir inn í leikstjóranámið við Den Danske Filmskole. Námið er fjögurra ára nám í leikstjórn og voru sex nemendur teknir inn af 140 umsækjendum. Elsa segist ekki hafa búist við því að komast inn en auðvitað verið að vona, enda búin að undirbúa umsóknina í heilt ár. „Það hefði verið svekkjandi að komast ekki inn því ég lagði mikið á mig og inntökuferlið var taugatrekkjandi með vinnubúðum og svefnlausum nóttum. Svo var alltaf skorið niður eftir hvert próf. Svolítið eins og Hungurleikarnir í kvikmyndagerð,“ segir Elsa María, sem hefur nám í haust. „Í ljósi þess að leikstjóranámið er eitt það dýrasta sem danska ríkið kostar þá skil ég vel að inntökunefndin vilji þekkja umsækjendur inn og út og koma í veg fyrir að veðja á rangan hest. Mér skilst að einungis nám flughermanna í danska hernum sé kostnaðarsamara fyrir danska ríkið.“ Elsa María hefur verið búsett síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn með löngum dvölum á Íslandi inn á milli. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum innan kvikmyndagerðar hjá Zik Zak kvikmyndum á síðastliðnum þremur árum. Þar áttaði hún sig á því að kvikmyndagerð er ekki geimvísindi og þorði að leyfa sér að langa að verða leikstjóri. „Þá loksins skildi ég að þetta snýst um að liggja eitthvað á hjarta, en ekki bara að vera æðislega klár á takkana. En ég þurfti spark í rassinn til að fá kjark til að sækja um,“ segir Elsa María og segir fyrrum samstarfskonu sína úr Kastljósi og fyrirmynd, Þóru Arnórsdóttur, hafa veitt sér innblástur. „Þegar hún tilkynnti um sitt forsetaframboð áttaði ég mig á því að fyrst hún þorir að koma út úr skápnum með jafn stóran draum og að langa að verða forseti þá hlýt ég að þora að verða kvikmyndaleikstjóri.“ Hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og Elsa fylgst vel með. Hún er sammála gagnrýninni og segir ástandið lítið skárra í Danmörku þar sem hlutur kvenna í handritun, leikstjórn og úthlutuðum styrkjum er einnig rýr. „Ég fékk gæsahúð ofan í tær að hlusta á ræðu Kristínar Jóhannesdóttur á Eddunni og hún blés mér kjark í brjóst á lokametrunum í inntökuferlinu. Það þarf svo sannarlega fleiri konur í kvikmyndagerð og að segja fleiri sögur út frá sjónarhóli og reynsluheimi kvenna. Skapa fyrirmyndir til að brjóta niður mýtuna um kvikmyndagerð sem eitthvað frátekið karlasvið.“
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira