Kvartar ekki yfir Niðrá strönd Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2013 06:00 Prinspóló hætti við að kvarta yfir partíinu á neðri hæðinni þegar hann heyrði lagið sitt Niðrá strönd. "Menn verða að fá að dilla sér, ég get ekki stöðvað það. Ég get sjálfum mér um kennt," segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prinspóló. Svavar Pétur var um síðustu helgi orðinn pirraður á partíi sem var haldið á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans, þegar hið vinsæla lag hans Niðrá strönd var óvænt sett í græjurnar. "Ég var alveg við það búinn að hlaupa niður og segja: "Viljið þið gjöra svo vel að lækka þessi helvítis læti. Ég er að reyna að sofa hérna!"," segir Svavar Pétur. "Þá bara allt í einu kemur eitthvað kunnuglegt stef, þannig að ég hneppti að mér sloppnum og fór aftur upp. Ég gat ekki farið að ybba mig yfir þessu," segir hann og hlær. Spurður hvort hann vilji ekki bara syngja lagið næst þegar partí verður haldið í íbúðinni, segir hann það vel koma til greina. Annað lag með Prinspóló, Tipp topp, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fleiri lög eru væntanleg og kemur það fyrsta út síðar í þessum mánuði. Þau verða öll á nýrri plötu Prinspóló sem er væntanleg í haust. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Menn verða að fá að dilla sér, ég get ekki stöðvað það. Ég get sjálfum mér um kennt," segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prinspóló. Svavar Pétur var um síðustu helgi orðinn pirraður á partíi sem var haldið á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans, þegar hið vinsæla lag hans Niðrá strönd var óvænt sett í græjurnar. "Ég var alveg við það búinn að hlaupa niður og segja: "Viljið þið gjöra svo vel að lækka þessi helvítis læti. Ég er að reyna að sofa hérna!"," segir Svavar Pétur. "Þá bara allt í einu kemur eitthvað kunnuglegt stef, þannig að ég hneppti að mér sloppnum og fór aftur upp. Ég gat ekki farið að ybba mig yfir þessu," segir hann og hlær. Spurður hvort hann vilji ekki bara syngja lagið næst þegar partí verður haldið í íbúðinni, segir hann það vel koma til greina. Annað lag með Prinspóló, Tipp topp, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fleiri lög eru væntanleg og kemur það fyrsta út síðar í þessum mánuði. Þau verða öll á nýrri plötu Prinspóló sem er væntanleg í haust. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana.
Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira