Níu ákærðir fyrir stærsta mál sinnar tegundar í heiminum Þórður Snær Júlíusson og Stígur Helgason skrifar 19. mars 2013 07:00 Sigurður Einarsson Níu manns hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Á meðal hinna ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Ákæra var gefin út fyrir helgi og birt hinum ákærðu í gær. Um er að ræða fimm markaðsmisnotkunarmál tengd Kaupþingi sem hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara í langan tíma. Þau hafa nú verið sameinuð í eina ákæru. Á meðal þeirra eru kaup Kaupþings á 29 prósentum af öllu útgefnu hlutafé í sjálfu sér á árunum 2005 til 2008. Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að þessi viðskipti hafi verið stunduð, með vitund og vilja yfirstjórnenda Kaupþings, með kerfisbundnum og skipulögðum hætti, til að halda uppi verði bréfa í bankanum, meðal annars með milligöngu vildarviðskiptavina sem fengu lánað fyrir kaupunum. Daginn áður en Kaupþing féll, í október 2008, voru 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans hlutabréf í honum sjálfum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Níu manns hafa verið ákærðir af sérstökum saksóknara vegna aðildar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings banka með hlutabréf í sjálfum sér. Á meðal hinna ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings. Um er að ræða stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Ákæra var gefin út fyrir helgi og birt hinum ákærðu í gær. Um er að ræða fimm markaðsmisnotkunarmál tengd Kaupþingi sem hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara í langan tíma. Þau hafa nú verið sameinuð í eina ákæru. Á meðal þeirra eru kaup Kaupþings á 29 prósentum af öllu útgefnu hlutafé í sjálfu sér á árunum 2005 til 2008. Sérstakur saksóknari telur rökstuddan grun um að þessi viðskipti hafi verið stunduð, með vitund og vilja yfirstjórnenda Kaupþings, með kerfisbundnum og skipulögðum hætti, til að halda uppi verði bréfa í bankanum, meðal annars með milligöngu vildarviðskiptavina sem fengu lánað fyrir kaupunum. Daginn áður en Kaupþing féll, í október 2008, voru 92 prósent af eignasafni eigin viðskipta bankans hlutabréf í honum sjálfum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira