Ef væri ég hún Salome Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2013 06:00 Salome. Það var nafnið sem mamma og pabbi gáfu mér sumarið 1967. Um haustið, þegar ég fæddist, var ljóst að þau heiðurshjónin þyrftu að draga upp nýja áætlun. Ég var skírður eftir Svavari afa á Seyðisfirði og ég hef borið nafnið mitt með stolti. Ég man ekki eftir honum afa en frásagnir þeirra sem þekktu hann, þær duga mér. Hef ég staðið undir nafninu? Sennilega ekki. En hvað ef. Ef stúlka hefði komið í heiminn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Seyðisfirði þarna um árið og hefði náð að lifa til okkar daga? Hvernig hefði líf mitt orðið öðruvísi? Hefði ég fengið gott atlæti? Já. Hefði ég fengið sömu tækifæri í uppvextinum? Örugglega. Hefði verið lagt að mér að læra – eitthvað? Já. Hefði ég átt allar þessar stoðir og styttur allt mitt líf? Úti um allt. En hefði ég brotið allar þessar rúður og kveikt í kirkjunni heima vegna sjúklegs áhuga á sinueldi? Sennilega ekki. Hefði ég stolið öllum þessum klámbókum úr bókabúðinni? Nei. Hefði ég slegist reglulega við vini mína – og elt þá með naglaspýtu og stórgrýti inn á eldhúsgólf, mæðrum þeirra til ama? Reynslan kennir mér annað. Hefði ég byrjað að reykja og drekka í 10. bekk? Alls ekki ólíklegt. Hefði ég drukkið allt þetta spritt, norska brjóstdropa og fleira smálegt í upphafi framhaldsskólagöngu? Það er hins vegar ólíklegra, segir mér eitthvað. Ætli ég hefði gert allar þessar tilraunir til að fljúga bíl á milli fjarða á Austurlandi? Ekki keyrt á hestinn og drepið hann; rollurnar, lömbin og fugla af öllum þessum tegundum? Tölfræði Umferðarstofu bendir til annars. Hefði ég staðið við súrtunnu og étið selshreifa; ofurölvi, ber að ofan – með vinum af sama kyni? Bara, alveg örugglega ekki [viðurkenni að það myndi ég vilja sjá og frábið mér athugasemdir um karlrembu]. Ekki verður heil ævi gerð upp svo glatt. Ef, hefði, kannski og ef til vill. Ekkert er í hendi við svona vitlausar vangaveltur – engin óbreytanleg stærð. Nema… á skjön við heilbrigða skynsemi þá væri ég samt mjög líklega með lægri laun, héti ég Salome. Merkilegur, andskoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun
Salome. Það var nafnið sem mamma og pabbi gáfu mér sumarið 1967. Um haustið, þegar ég fæddist, var ljóst að þau heiðurshjónin þyrftu að draga upp nýja áætlun. Ég var skírður eftir Svavari afa á Seyðisfirði og ég hef borið nafnið mitt með stolti. Ég man ekki eftir honum afa en frásagnir þeirra sem þekktu hann, þær duga mér. Hef ég staðið undir nafninu? Sennilega ekki. En hvað ef. Ef stúlka hefði komið í heiminn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Seyðisfirði þarna um árið og hefði náð að lifa til okkar daga? Hvernig hefði líf mitt orðið öðruvísi? Hefði ég fengið gott atlæti? Já. Hefði ég fengið sömu tækifæri í uppvextinum? Örugglega. Hefði verið lagt að mér að læra – eitthvað? Já. Hefði ég átt allar þessar stoðir og styttur allt mitt líf? Úti um allt. En hefði ég brotið allar þessar rúður og kveikt í kirkjunni heima vegna sjúklegs áhuga á sinueldi? Sennilega ekki. Hefði ég stolið öllum þessum klámbókum úr bókabúðinni? Nei. Hefði ég slegist reglulega við vini mína – og elt þá með naglaspýtu og stórgrýti inn á eldhúsgólf, mæðrum þeirra til ama? Reynslan kennir mér annað. Hefði ég byrjað að reykja og drekka í 10. bekk? Alls ekki ólíklegt. Hefði ég drukkið allt þetta spritt, norska brjóstdropa og fleira smálegt í upphafi framhaldsskólagöngu? Það er hins vegar ólíklegra, segir mér eitthvað. Ætli ég hefði gert allar þessar tilraunir til að fljúga bíl á milli fjarða á Austurlandi? Ekki keyrt á hestinn og drepið hann; rollurnar, lömbin og fugla af öllum þessum tegundum? Tölfræði Umferðarstofu bendir til annars. Hefði ég staðið við súrtunnu og étið selshreifa; ofurölvi, ber að ofan – með vinum af sama kyni? Bara, alveg örugglega ekki [viðurkenni að það myndi ég vilja sjá og frábið mér athugasemdir um karlrembu]. Ekki verður heil ævi gerð upp svo glatt. Ef, hefði, kannski og ef til vill. Ekkert er í hendi við svona vitlausar vangaveltur – engin óbreytanleg stærð. Nema… á skjön við heilbrigða skynsemi þá væri ég samt mjög líklega með lægri laun, héti ég Salome. Merkilegur, andskoti.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun