Ert þú að borga of mikið fyrir fríið? 23. mars 2013 06:00 Með tilkomu Dohop er hægt að púsla saman mögulegum flugleiðum og reikna út heildarverð á nokkrum sekúndum en áður gat það tekið heila kvöldstund. Dohop er einföld leitarvél á netinu sem auðveldar fólki að finna ódýr flug, hótel og bílaleigur um allan heim. Dohop.is leitar hjá fjölda síðna og raðar niðurstöðum í röð eftir verði. Notandinn velur svo þá niðurstöðu sem honum líst best á og bókar ferðina á síðu flugfélags eða ferðaskrifstofu. "Dohop er leitarvél eins og Google, nema sérsniðin fyrir flug, hótel og bílaleigubíla,“ segir Kristján Guðni Bjarnason, framkvæmdastjóri Dohop. Hvað gerir Dohop? Margir kannast við að eyða mörgum stundum í að finna ódýrt og gott flug á áfangastað, einkum þegar ekki er til beint flug á milli staða. Hugmyndin að Dohop kom einmitt upp á slíkri stundu þegar einn stofnenda þess eyddi kvöldstund við að finna heppilegt og ódýrt flug frá Suður-Frakklandi til Íslands. Til að finna góða og ódýra leið þurfti hann að leita á fjölmörgum vefsíðum flugfélaga og ferðaskrifstofa, púsla saman mögulegum flugleiðum og reikna út heildarverð í höndunum. Í dag gerir Dohop þetta á nokkrum sekúndum. Þín eigin ferðaskrifstofa Sérstaða Dohop er einkum fólgin í flugleitarvélinni en hún tengir saman flugleiðir sem aðrar leitarvélar geta ekki. Til dæmis má nefna ferð til Mallorca á Spáni en leit á Dohop sýnir samsetta ferð með easyJet og WOW air. Ferð sem ekki er að finna annars staðar á netinu og kostar um 54.000 krónur með tveimur aðskildum bókunum. Aðrar síður myndu annaðhvort segja að ekki væri í boði að fara frá Íslandi til Mallorca eða rukka yfir hundrað þúsund fyrir flugið. Verð á nótt fyrir tvo á þriggja stjörnu hóteli á Mallorca er frá 6.000 krónum á Dohop. Því getur tveggja vikna ferð til Mallorca á þriggja stjörnu hóteli verið undir 100.000 krónum á mann. Hótel og bílaleigur Hjá Dohop er einnig auðvelt að finna hótel og bílaleigubíla. "Við erum líka með leitarvél fyrir hótel og bílaleigubíla og því geta ferðalangar farið á einn stað og bókað allt fríið sitt. Við vitum öll hversu mikill tími getur farið í að leita til dæmis að ódýru en jafnframt góðu hóteli. Jafnan fara einstaklingar á margar vefsíður og bera saman verð, staðsetningu, upplifun annarra og svo framvegis. Þetta getur verið mjög tímafrekt,“ segir Kristján. Hótelleit Dohop nær í upplýsingar frá yfir tuttugu síðum og setur saman á einn stað. Upplýsingarnar eru fengnar frá helstu hótelleitarsíðum heims, svo sem Booking.com, Hotels.com og Expedia, og því nóg að fara á dohop.is. Það sama gildir þegar leigja þarf bíl. Dohop sýnir samsetta ferð með easyJet og WOW air til Mallorca en hana er ekki að finna annars staðar á netinu. Ferðin kostar um 54.000 krónur með tveimur aðskildum bókunum. Aðrar síður myndu annaðhvort segja að ekki væri í boði að fara frá Íslandi til Mallorca eða rukka yfir hundrað þúsund fyrir flugið... Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Dohop er einföld leitarvél á netinu sem auðveldar fólki að finna ódýr flug, hótel og bílaleigur um allan heim. Dohop.is leitar hjá fjölda síðna og raðar niðurstöðum í röð eftir verði. Notandinn velur svo þá niðurstöðu sem honum líst best á og bókar ferðina á síðu flugfélags eða ferðaskrifstofu. "Dohop er leitarvél eins og Google, nema sérsniðin fyrir flug, hótel og bílaleigubíla,“ segir Kristján Guðni Bjarnason, framkvæmdastjóri Dohop. Hvað gerir Dohop? Margir kannast við að eyða mörgum stundum í að finna ódýrt og gott flug á áfangastað, einkum þegar ekki er til beint flug á milli staða. Hugmyndin að Dohop kom einmitt upp á slíkri stundu þegar einn stofnenda þess eyddi kvöldstund við að finna heppilegt og ódýrt flug frá Suður-Frakklandi til Íslands. Til að finna góða og ódýra leið þurfti hann að leita á fjölmörgum vefsíðum flugfélaga og ferðaskrifstofa, púsla saman mögulegum flugleiðum og reikna út heildarverð í höndunum. Í dag gerir Dohop þetta á nokkrum sekúndum. Þín eigin ferðaskrifstofa Sérstaða Dohop er einkum fólgin í flugleitarvélinni en hún tengir saman flugleiðir sem aðrar leitarvélar geta ekki. Til dæmis má nefna ferð til Mallorca á Spáni en leit á Dohop sýnir samsetta ferð með easyJet og WOW air. Ferð sem ekki er að finna annars staðar á netinu og kostar um 54.000 krónur með tveimur aðskildum bókunum. Aðrar síður myndu annaðhvort segja að ekki væri í boði að fara frá Íslandi til Mallorca eða rukka yfir hundrað þúsund fyrir flugið. Verð á nótt fyrir tvo á þriggja stjörnu hóteli á Mallorca er frá 6.000 krónum á Dohop. Því getur tveggja vikna ferð til Mallorca á þriggja stjörnu hóteli verið undir 100.000 krónum á mann. Hótel og bílaleigur Hjá Dohop er einnig auðvelt að finna hótel og bílaleigubíla. "Við erum líka með leitarvél fyrir hótel og bílaleigubíla og því geta ferðalangar farið á einn stað og bókað allt fríið sitt. Við vitum öll hversu mikill tími getur farið í að leita til dæmis að ódýru en jafnframt góðu hóteli. Jafnan fara einstaklingar á margar vefsíður og bera saman verð, staðsetningu, upplifun annarra og svo framvegis. Þetta getur verið mjög tímafrekt,“ segir Kristján. Hótelleit Dohop nær í upplýsingar frá yfir tuttugu síðum og setur saman á einn stað. Upplýsingarnar eru fengnar frá helstu hótelleitarsíðum heims, svo sem Booking.com, Hotels.com og Expedia, og því nóg að fara á dohop.is. Það sama gildir þegar leigja þarf bíl. Dohop sýnir samsetta ferð með easyJet og WOW air til Mallorca en hana er ekki að finna annars staðar á netinu. Ferðin kostar um 54.000 krónur með tveimur aðskildum bókunum. Aðrar síður myndu annaðhvort segja að ekki væri í boði að fara frá Íslandi til Mallorca eða rukka yfir hundrað þúsund fyrir flugið...
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira