Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2013 07:00 Elsa Sæný fagnar hér eftir að hafa stýrt karlaliði HK til sigurs í Asics-bikarnum.fréttablaðið/stefán Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp." Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn Sjá meira
Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK. „Það er ekki hægt að kvarta yfir þessum degi og helginni í heild sinni. Ég var aldrei í vafa með strákana en það er erfiðara þegar maður keppir sjálfur. Ég hafði samt trú á þessu og þetta var æðislegt," sagði Elsa, en hvort var skemmtilegra að vinna sem leikmaður eða þjálfari? „Það er erfið spurning. Það var ótrúlega gaman að vinna sem leikmaður með systur minni en það var líka mjög ljúft að vinna sem þjálfari. Þetta var allt sætt." Elsa Sæný er að þjálfa blak í fyrsta skipti og fór beint í að þjálfa stráka en það eru ekki beint margar konur í því. „Þetta hefur gengið mjög vel. Þeir hafa tekið mér mjög vel og ekkert vesen. Það er auðveldara að þjálfa stráka en stelpur. Ég væri ekki til í að taka stelpulið að mér. Ég veit hvernig stelpur eru. Það þarf oft að fara fínna í hlutina og það ekki alltaf mín sterka hlið," sagði Elsa, en hún lét sína menn hafa það óþvegið í leikhléi í gær og fór það leikhlé sem eldur í sinu um internetið í gær. Ræðan virkaði því eftir hana sneru hennar menn leiknum við. „Stundum þarf að fara svona að hlutunum en það er leiðinlegt að verða þekkt fyrir svona. Það fer mér ekki. Svona er þetta samt stundum. Það þarf að byrsta sig. Ég hefði ekki getað talað svona við stelpur. Það hefði engan veginn gengið upp."
Innlendar Tengdar fréttir HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10 Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03 "Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn Sjá meira
HK bikarmeistari í blaki í þriðja sinn | Lögðu Stjörnuna 3-2 HK er bikarmeistari karla í blaki árið 2013 eftir sigur liðsins gegn Stjörnunni, 3-2, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þetta er í þriðja sinn sem HK verður bikarmeistari karla. 24. mars 2013 16:10
Myndaveisla frá bikarhátíð í blaki Það var mikil HK-hátið í Laugardalshöllinni í dag er Kópavogsfélagið tryggði sér sigurinn í Asics-bikar karla og kvenna. 24. mars 2013 22:03
"Viðbjóður að sjá ykkur spila“ | Þjálfari HK stal senunni Elsa Sæný Valgeirsdóttir, þjálfari karlaliðs HK í blaki, stal algjörlega senunni þegar lið hennar varð bikarmeistari í blaki eftir 3-2 sigur á Stjörnunni. 24. mars 2013 15:48