Tónlist

Fáar stelpur í sigurhljómsveitum Músíktilrauna

Dúkkulísurnar
Dúkkulísurnar
Dúettinn Vök vann Músíktilraunir um helgina. Vök, sem spilar melódíska raftónlist, er skipuð söngkonunni og gítarleikaranum Margréti Rán Magnúsdóttur og saxófónleikaranum, tölvumanninum og bakraddasöngvaranum Andra Má Enokssyni. Hljómsveitin Vök var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu og sigraði um helgina. Sigurhljómsveitir í Músíktilraunum með stelpur innanborðs hafa ekki verið margar í gegnum tíðina. Dúkkulísurnar settu tóninn með sigri sínum árið 1983 en ekki náði kvenþjóðin að fylgja honum eftir fyrr en Kolrassa krókríðandi vann 1992. Tólf ár liðu þangað til Mammút vann tilraunirnar með þrjár stelpur innanborðs. Það var svo 2010 sem Of Monsters and Men báru sigur úr býtum með Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttir við hljóðnemann. Tríóið Samaris vann svo keppnina árið 2011 með þær Áslaugu Rún Magnúsdóttur og Jófríði Ákadóttur um borð.


Tengdar fréttir

Fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir

Vök er fyrsti dúettinn sem vinnur Músíktilraunir í rúmlega þrjátíu ára sögu keppninnar. Hljómsveitin var stofnuð fyrir aðeins einum mánuði og hún hafði aldrei áður spilað opinberlega fyrr en hún steig á svið í Silfurbergi í Hörpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.