Lærði jóðl á Youtube Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 06:00 „Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið." Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég var eiginlega alltaf að syngja þetta lag því ég var alltaf að reyna að jóðla fyrir nokkrum árum. Ég bað þau um að vera með mér í þessu og þeim fannst þetta mjög fyndið," segir Hrefna Björg Gylfadóttir. Hún söng, ásamt Jöru Hilmarsdóttur, lagið Hann kenndi mér að jóðla í úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu Sjónvarpsins á laugardagskvöld. Þar jóðlaði Hrefna Björg eins og enginn væri morgundagurinn við góðar undirtektir gesta og vafalítið sjónvarpsáhorfenda líka. Aðspurð segist hún hafa fengið áhuga á jóðli þegar hún var í níunda bekk. „Ég var alltaf að hlusta á Franzl Lang, sem er geðveikt flottur jóðlari. Svo reyndi ég bara að læra að jóðla á [vefsíðunni] Youtube og skoða kennsluvideo," segir hún og vill ekki meina að það hafi verið erfitt. „Ég gúglaði það, því mér fannst þetta frekar auðvelt, og þetta er víst eitthvað sem fólk bara getur eða getur ekki. Það er ekki mikið hægt að æfa þetta en ég þurfti samt að æfa þetta svolítið." Hin sautján ára Hrefna Björg er á náttúrufræðibraut í MH. Hún er einnig í Hamrahlíðarkórnum og er að æfa á píanó. Hún segist kunna að jóðla afmælissönginn og að minnsta kosti sex lög eftir Franzl Lang af Youtube. Aðspurð segist hún vel geta hugsað sér tónlistarferil sem jóðlari hér á landi, til dæmis í partíum. „Ef það er einhver „bissness" í því væri það ógeðslega gaman," segir hún og hlær. Jóðl er söngmáti sem talið er að eigi uppruna sinn hjá íbúum svissnesku alpanna. Fáir Íslendingar hafa tileinkað sér þessa óvenjulegu íþrótt og Hrefna Björg á erfitt með að nefna íslenska jóðlara, nema þá helst langömmu sína. En er ekki gaman að kunna að jóðla? „Þetta er svolítið fyndið. Nema hvað að ég er alltaf að reyna að vanda mig við þetta því mér finnst þetta dálítið flott. Mér finnst alltaf jafn skrítið þegar fólk fer geðveikt mikið að hlæja en það er kannski bara af því að þetta er svolítið skrítið."
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira