Námsmannabólan Mikael Torfason skrifar 2. apríl 2013 10:30 Um aldamótin var næstum helmingur Íslendinga án framhaldsmenntunar en í dag er um þriðjungur Íslendinga einungis með svokallað grunnskólapróf. Fólki með háskólamenntun hefur fjölgað álíka mikið á þessu tímabili og í dag hafa aldrei fleiri Íslendingar verið skráðir í nám í háskóla. Þetta hljóta að teljast frábær tíðindi. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru í háskólanámi. Stærsta einstaka námsgreinin er viðskiptafræði en oft hefur verið rætt um að atvinnuhorfur fyrir viðskiptafræðinga geti verið tvísýnar. Næstfjölmennasta námsgreinin er lögfræði og nú má lesa í fréttum um atvinnuleysi meðal nýútskrifaðra lögfræðinga. Af þessum tuttugu þúsund háskólanemum eru yfir þrettán þúsund að reyna að næla sér í bakkalárgráðu, yfir fjögur þúsund eru í meistaranámi og yfir fimm hundruð eru í doktorsnámi. Einhverjir eru svo í ýmsu diplómanámi á háskólastigi. Konur eru fjölmennari en karlar á öllum stigum háskólanáms. Þannig eru konur rúmlega þrjú hundruð af þeim fimm hundruð sem stunda doktorsnám. Síðustu ár höfum við lengt nám hjá hinum ýmsu fagstéttum hér á landi. Þannig tekur það kennara nú fimm ár að fá tilskilin réttindi en það tók áður þrjú ár. Sömu sögu er að segja um leikskólakennara. Þetta er gert að fyrirmynd þeirra landa sem við helst viljum miða okkur við. Einhverjir hafa nefnt að þetta sé nú helst til mikil fjárfesting til að hún geti borgað sig. Kennarar og leikskólakennarar eru ekki hátt launaðir en langt nám krefst hárra námslána hvað framfærslu varðar og oft betra að einhver gulrót sé til hvatningar. Því að þótt námið sjálft kosti lítið þá getur framfærslan hlaupið á milljónum á fimm árum. Nám er mikil fjárfesting bæði hvað tíma og fjármuni varðar. Lengi var háskólanám ávísun á að tilheyra efri lögum millistéttarinnar hér á Vesturlöndum. Þetta var fjárfesting sem í flestum tilfellum borgaði sig fjárhagslega. Nú er hins vegar farið að ræða í fullri alvöru hvort þessi gífurlega fjölgun háskólanema geti verið vísbending um einhvers konar bólu. Sem geti þá hreinlega sprungið eins og hver önnur fasteignabóla. Í Bandaríkjunum er einmitt rætt um þessa bólu nú út frá efnahagslegum forsendum. Þeir háskólanemar sem nú skuldsetja sig fyrir hærri og hærri skólagjöldum, auk framfærslu, munu hugsanlega ekki finna nógu hátt launaða vinnu til að geta borgað námslánaskuldir sínar. Sú bóla er sögð minna óþægilega mikið á lánabóluna fyrir hrun. Á Íslandi borgar námsmaður fyrst og síðast eigin framfærslu og getur fengið hana að láni. Háskólarnir hér á landi rukka sumir skólagjöld en þau verða að teljast lág. Ríkið fjármagnar alla íslenska háskóla að hluta eða öllu leyti. Til dæmis keppa þrír háskólar við að útskrifa lögfræðinga í það atvinnuleysi sem bíður þeirra. Þetta ástand er hvorki gott fyrir nemana sjálfa, ríkið sem borgar hluta brúsans né atvinnulífið. Nú er til dæmis eftirspurn eftir fólki með tækninám að baki. Það væri vel athugandi að hafa hvata í kerfinu svo háskólarnir gætu svarað eftirspurn atvinnulífsins hverju sinni. Rétturinn til náms er mikilvægur en það er gott að staldra aðeins við og athuga hvort við séum á réttri leið. Það er engu samfélagi hollt að útskrifa fólk úr ríkisstyrktum háskólum sem á ekki von á góðu þegar komið er út í atvinnulífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun
Um aldamótin var næstum helmingur Íslendinga án framhaldsmenntunar en í dag er um þriðjungur Íslendinga einungis með svokallað grunnskólapróf. Fólki með háskólamenntun hefur fjölgað álíka mikið á þessu tímabili og í dag hafa aldrei fleiri Íslendingar verið skráðir í nám í háskóla. Þetta hljóta að teljast frábær tíðindi. Nærri tuttugu þúsund Íslendingar eru í háskólanámi. Stærsta einstaka námsgreinin er viðskiptafræði en oft hefur verið rætt um að atvinnuhorfur fyrir viðskiptafræðinga geti verið tvísýnar. Næstfjölmennasta námsgreinin er lögfræði og nú má lesa í fréttum um atvinnuleysi meðal nýútskrifaðra lögfræðinga. Af þessum tuttugu þúsund háskólanemum eru yfir þrettán þúsund að reyna að næla sér í bakkalárgráðu, yfir fjögur þúsund eru í meistaranámi og yfir fimm hundruð eru í doktorsnámi. Einhverjir eru svo í ýmsu diplómanámi á háskólastigi. Konur eru fjölmennari en karlar á öllum stigum háskólanáms. Þannig eru konur rúmlega þrjú hundruð af þeim fimm hundruð sem stunda doktorsnám. Síðustu ár höfum við lengt nám hjá hinum ýmsu fagstéttum hér á landi. Þannig tekur það kennara nú fimm ár að fá tilskilin réttindi en það tók áður þrjú ár. Sömu sögu er að segja um leikskólakennara. Þetta er gert að fyrirmynd þeirra landa sem við helst viljum miða okkur við. Einhverjir hafa nefnt að þetta sé nú helst til mikil fjárfesting til að hún geti borgað sig. Kennarar og leikskólakennarar eru ekki hátt launaðir en langt nám krefst hárra námslána hvað framfærslu varðar og oft betra að einhver gulrót sé til hvatningar. Því að þótt námið sjálft kosti lítið þá getur framfærslan hlaupið á milljónum á fimm árum. Nám er mikil fjárfesting bæði hvað tíma og fjármuni varðar. Lengi var háskólanám ávísun á að tilheyra efri lögum millistéttarinnar hér á Vesturlöndum. Þetta var fjárfesting sem í flestum tilfellum borgaði sig fjárhagslega. Nú er hins vegar farið að ræða í fullri alvöru hvort þessi gífurlega fjölgun háskólanema geti verið vísbending um einhvers konar bólu. Sem geti þá hreinlega sprungið eins og hver önnur fasteignabóla. Í Bandaríkjunum er einmitt rætt um þessa bólu nú út frá efnahagslegum forsendum. Þeir háskólanemar sem nú skuldsetja sig fyrir hærri og hærri skólagjöldum, auk framfærslu, munu hugsanlega ekki finna nógu hátt launaða vinnu til að geta borgað námslánaskuldir sínar. Sú bóla er sögð minna óþægilega mikið á lánabóluna fyrir hrun. Á Íslandi borgar námsmaður fyrst og síðast eigin framfærslu og getur fengið hana að láni. Háskólarnir hér á landi rukka sumir skólagjöld en þau verða að teljast lág. Ríkið fjármagnar alla íslenska háskóla að hluta eða öllu leyti. Til dæmis keppa þrír háskólar við að útskrifa lögfræðinga í það atvinnuleysi sem bíður þeirra. Þetta ástand er hvorki gott fyrir nemana sjálfa, ríkið sem borgar hluta brúsans né atvinnulífið. Nú er til dæmis eftirspurn eftir fólki með tækninám að baki. Það væri vel athugandi að hafa hvata í kerfinu svo háskólarnir gætu svarað eftirspurn atvinnulífsins hverju sinni. Rétturinn til náms er mikilvægur en það er gott að staldra aðeins við og athuga hvort við séum á réttri leið. Það er engu samfélagi hollt að útskrifa fólk úr ríkisstyrktum háskólum sem á ekki von á góðu þegar komið er út í atvinnulífið.