Kjósendur seinni að velja á milli flokka Brjánn Jónasson skrifar 4. apríl 2013 12:00 Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína. Kosningar 2013 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína.
Kosningar 2013 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira