Sólþurrkuð sixtísáhrif 4. apríl 2013 15:00 Eitt af því sem Hróarskeldufarar þessa árs verða sviknir um eru tónleikar með Kaliforníu-dúóinu Foxygen og líklegt að einhver hluti téðs tónlistaráhugafólks hafi rekið upp harmakvein þegar eftirfarandi fréttatilkynning barst frá bandinu í vikunni. „Við verðum að aflýsa öllum tónleikum okkar í Evrópu í maí og júní, þar á meðal festivölum. Við biðjum aðdáendur okkar og stuðningsfólk í Evrópu afsökunar. Við vitum að þessi ákvörðun pirrar þá sem ætluðu að halda tónleikana og kaupa miða á þá. Við fullvissum ykkur þó um að þegar öllu er á botninn hvolft verður þetta til að efla þroska og heilsu hljómsveitarinnar." Burtséð frá miður skáldlegum klifunum verðum við að vonast til að ekki sé um mjög alvarleg vandamál að ræða hjá þeim Jonathan Rado og Sam France, sem stofnuðu Foxygen sem táningar (aldurinn útskýrir kannski hroðalegt hljómsveitarnafnið) í Westlake fyrir átta árum. Fyrsta „alvöru" platan þeirra, Take The Kids Off Broadway sem kom út síðasta sumar, vakti á þeim væga athygli. Sú nýjasta, hin nokkurra vikna gamla We Are the 21st Century Ambassadors of Peace & Magic, hefur hins vegar farið eins og eldur í sinu um indíheiminn og er þess eðlis að Rás 2, Bylgjan, X-ið og FM957 gætu allar sameinast um að spila hana í drep. Hljóðheimur Foxygen byggir að langmestu leyti á vandlega íhuguðum áhrifum frá sjöunda áratugnum (sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að nægja til þess að fjöldinn allur af pælurum, minnugir síðari tíma Oasis, grípi til bareflis) en tvíeykinu tekst á einhvern hrífandi hátt að fá Bítla-, Kinks- og Zombies-tilvísanirnar til að ganga upp og sneiða hjá lúðaskap. Afar hressandi, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, svona í blásumarbyrjun. Áhugasamir gætu gert margt vitlausara en að hlýða á fyrsta smáskífulagið Shuggie, hinn dáleiðandi slagara San Fransisco eða Stóns-skotna óðinn No Destruction og fjárfesta svo í gripnum, sem verður örugglega með þeim eigulegustu sem koma út árið 2013. Tónlist Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Eitt af því sem Hróarskeldufarar þessa árs verða sviknir um eru tónleikar með Kaliforníu-dúóinu Foxygen og líklegt að einhver hluti téðs tónlistaráhugafólks hafi rekið upp harmakvein þegar eftirfarandi fréttatilkynning barst frá bandinu í vikunni. „Við verðum að aflýsa öllum tónleikum okkar í Evrópu í maí og júní, þar á meðal festivölum. Við biðjum aðdáendur okkar og stuðningsfólk í Evrópu afsökunar. Við vitum að þessi ákvörðun pirrar þá sem ætluðu að halda tónleikana og kaupa miða á þá. Við fullvissum ykkur þó um að þegar öllu er á botninn hvolft verður þetta til að efla þroska og heilsu hljómsveitarinnar." Burtséð frá miður skáldlegum klifunum verðum við að vonast til að ekki sé um mjög alvarleg vandamál að ræða hjá þeim Jonathan Rado og Sam France, sem stofnuðu Foxygen sem táningar (aldurinn útskýrir kannski hroðalegt hljómsveitarnafnið) í Westlake fyrir átta árum. Fyrsta „alvöru" platan þeirra, Take The Kids Off Broadway sem kom út síðasta sumar, vakti á þeim væga athygli. Sú nýjasta, hin nokkurra vikna gamla We Are the 21st Century Ambassadors of Peace & Magic, hefur hins vegar farið eins og eldur í sinu um indíheiminn og er þess eðlis að Rás 2, Bylgjan, X-ið og FM957 gætu allar sameinast um að spila hana í drep. Hljóðheimur Foxygen byggir að langmestu leyti á vandlega íhuguðum áhrifum frá sjöunda áratugnum (sem ætti undir venjulegum kringumstæðum að nægja til þess að fjöldinn allur af pælurum, minnugir síðari tíma Oasis, grípi til bareflis) en tvíeykinu tekst á einhvern hrífandi hátt að fá Bítla-, Kinks- og Zombies-tilvísanirnar til að ganga upp og sneiða hjá lúðaskap. Afar hressandi, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, svona í blásumarbyrjun. Áhugasamir gætu gert margt vitlausara en að hlýða á fyrsta smáskífulagið Shuggie, hinn dáleiðandi slagara San Fransisco eða Stóns-skotna óðinn No Destruction og fjárfesta svo í gripnum, sem verður örugglega með þeim eigulegustu sem koma út árið 2013.
Tónlist Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira