Hrikalegt fylgistap hjá stjórninni Brjánn Jónasson skrifar 6. apríl 2013 07:00 Stefanía Óskarsdóttir Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi. Kosningar 2013 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira
Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi.
Kosningar 2013 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Fleiri fréttir Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Sjá meira