Sigraði í karókíkeppni háskólanna 8. apríl 2013 13:45 „Ég hef ekki mikla reynslu af karókí en þetta var mjög gaman og ég verð grimm í karókíinu héðan í frá," segir Kristín Inga Jónsdóttir sem fór með sigur af hólmi í karókíkeppni háskólanna sem fram fór í Stúdentakjallaranum á fimmtudag. Hún söng lagið It's Raining Men og í verðlaun fær hún ferð fyrir þrjá á undankeppni Eurovision í Malmö þann 16. maí. Kristín Inga kveðst spennt fyrir ferðinni til Svíþjóðar. „Ég var skiptinemi í Malmö á síðustu önn og það verður mjög gaman að skreppa aðeins „heim" og hitta vinina. Ég tek tvær vinkonur með mér út og svo eru tveir vinir til viðbótar á leiðinni út á eigin vegum, þannig við verðum þarna nokkur," útskýrir hún. Kristín Inga söng meðal annars í barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, var í gospelkór um stund og sigraði að auki í söngkeppni Samfés árið 2006. „Mér finnst mjög gaman að syngja. Ég er í háskólabandi núna og við komum fram á alls kyns háskólaviðburðum og erum stundum fengin til að koma fram á árshátíðum nemendafélaganna. Þetta er mikið árstríðuband." Hún lýkur námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í vor og er nú í óðaönn að leggja lokahönd á lokaritgerð sína. „Sem betur fer klára ég prófin snemma í ár þannig ég get skemmt mér áhyggjulaus úti í Malmö," segir hún að lokum. Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég hef ekki mikla reynslu af karókí en þetta var mjög gaman og ég verð grimm í karókíinu héðan í frá," segir Kristín Inga Jónsdóttir sem fór með sigur af hólmi í karókíkeppni háskólanna sem fram fór í Stúdentakjallaranum á fimmtudag. Hún söng lagið It's Raining Men og í verðlaun fær hún ferð fyrir þrjá á undankeppni Eurovision í Malmö þann 16. maí. Kristín Inga kveðst spennt fyrir ferðinni til Svíþjóðar. „Ég var skiptinemi í Malmö á síðustu önn og það verður mjög gaman að skreppa aðeins „heim" og hitta vinina. Ég tek tvær vinkonur með mér út og svo eru tveir vinir til viðbótar á leiðinni út á eigin vegum, þannig við verðum þarna nokkur," útskýrir hún. Kristín Inga söng meðal annars í barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, var í gospelkór um stund og sigraði að auki í söngkeppni Samfés árið 2006. „Mér finnst mjög gaman að syngja. Ég er í háskólabandi núna og við komum fram á alls kyns háskólaviðburðum og erum stundum fengin til að koma fram á árshátíðum nemendafélaganna. Þetta er mikið árstríðuband." Hún lýkur námi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands í vor og er nú í óðaönn að leggja lokahönd á lokaritgerð sína. „Sem betur fer klára ég prófin snemma í ár þannig ég get skemmt mér áhyggjulaus úti í Malmö," segir hún að lokum.
Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira