Kemur fyrsti skandinavíski sigurinn í ár? Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 15:30 Nordicphotos/Getty Kylfingar frá Skandinavíu hafa aldrei sigrað í einu af risamótunum fjórum sem haldin eru árlega. Daninn Thomas Bjorn hefur nokkrum sinnum verið nálægt því en hann hefur þrisvar sinnum lent í öðru sæti í risamóti, síðast árið 2005 á PGA-meistaramótinu. Jesper Parnevik varð einnig tvisvar í öðru sæti á Opna breska á miðjum 10. áratugnum. Svíinn Peter Hanson varð í þriðja sæti á Masters-mótinu á síðasta ári og hann er einn þeirra sem gæti orðið fyrsti skandínavíski kylfingurinn til að sigra á risamóti. Daninn Thorbjorn Olesen og Svíinn Henrik Stenson þykja einnig líklegir. Þorsteinn Hallgrímsson hefur mikla trú á Stenson fyrir Masters í ár. „Stenson hefur verið að leika mjög vel í síðustu tveimur mótum. Hann varð í öðru sæti í Houston fyrir tveimur vikum og í áttunda sæti á Bay Hill vikuna þar á undan. Við áttum gott viðtal við hann á mánudag og sagði við okkur að hann væri mjög bjartsýnn á góðan árangur í mótinu,“ segir Þorsteinn. „Stenson er fullur sjálfstrausts eftir gott gengi að undanförnu og honum hefur gengið vel á Augusta National. Hann sagði við okkur að hann væri með mikið sjálfstraust í vippum og púttum um þessar mundir og það skiptir gríðarlega miklu máli á þessum velli. Það verður áhugavert að fylgjast með honum, sem og öðrum kylfingum frá Skandinavíu í þessu móti.“ Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi á Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld. Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingar frá Skandinavíu hafa aldrei sigrað í einu af risamótunum fjórum sem haldin eru árlega. Daninn Thomas Bjorn hefur nokkrum sinnum verið nálægt því en hann hefur þrisvar sinnum lent í öðru sæti í risamóti, síðast árið 2005 á PGA-meistaramótinu. Jesper Parnevik varð einnig tvisvar í öðru sæti á Opna breska á miðjum 10. áratugnum. Svíinn Peter Hanson varð í þriðja sæti á Masters-mótinu á síðasta ári og hann er einn þeirra sem gæti orðið fyrsti skandínavíski kylfingurinn til að sigra á risamóti. Daninn Thorbjorn Olesen og Svíinn Henrik Stenson þykja einnig líklegir. Þorsteinn Hallgrímsson hefur mikla trú á Stenson fyrir Masters í ár. „Stenson hefur verið að leika mjög vel í síðustu tveimur mótum. Hann varð í öðru sæti í Houston fyrir tveimur vikum og í áttunda sæti á Bay Hill vikuna þar á undan. Við áttum gott viðtal við hann á mánudag og sagði við okkur að hann væri mjög bjartsýnn á góðan árangur í mótinu,“ segir Þorsteinn. „Stenson er fullur sjálfstrausts eftir gott gengi að undanförnu og honum hefur gengið vel á Augusta National. Hann sagði við okkur að hann væri með mikið sjálfstraust í vippum og púttum um þessar mundir og það skiptir gríðarlega miklu máli á þessum velli. Það verður áhugavert að fylgjast með honum, sem og öðrum kylfingum frá Skandinavíu í þessu móti.“ Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi á Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld.
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30