Nýdönsk með árlega tónleika Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 18. apríl 2013 13:00 Hægt verður að sjá Nýdönsk á sviði árlega héðan í frá. „Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí. Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá. Stefnt er að því að hafa tónleikana í september ár hvert, sem Jón telur vera góðan mánuð þar sem það sé lognið á undan storminum sem fylgir jólaösinni með tilheyrandi útgáfu- og jólatónleikum. „Tónleikarnir verða ólíkir frá ári til árs. Við höfum gefið út reiðinnar býsn af efni í gegnum tíðina þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Hugsanlega fáum við svo gesti til að krydda þetta aðeins,“ segir Jón og bætir við að þeir gætu rétt eins komið úr hópi dýratemjara eins og tónlistarfólks. Tónleikarnir bera yfirskriftina Fram á nótt eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar en vinsælustu lög sveitarinnar verða einmitt höfð í brennidepli. „Við tónlistarmennirnir höfum tilhneigingu til að lauma minna þekktum lögum inn á milli þeirra þekktustu því okkur þykir svo gaman að spila þau. Að þessu sinni ætlum við þó að beygja okkur í duftið og spila eingöngu okkar vinsælustu lög. Þegar nær dregur munum við bjóða upp á skoðanakönnun þar sem áhangendur geta pantað uppáhaldslög sín fyrir tónleikana.“ Forsala miða hefst 2. maí.
Tónlist Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira