Fjölmenningarborgin Reykjavík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. apríl 2013 06:00 Í Reykjavík eru rúmlega ellefu prósent íbúanna innflytjendur, eins og Fréttablaðið sagði frá á miðvikudag. Það er svipað hlutfall og til dæmis í Kaupmannahöfn. Af ríflega þrettán þúsund innflytjendum í borginni eru Pólverjar fjölmennastir, eða rúmlega þrjú þúsund, en alls býr í Reykjavík fólk af 130 þjóðernum. Ef íbúaþróunin í borginni undanfarin ár er skoðuð, kemur í ljós að innflytjendum fjölgaði ört allt fram til 2009. Árið eftir fækkaði þeim um tæplega 900, en síðan hefur þeim aftur fjölgað og nú eru þeir aftur að verða álíka margir og þegar flest var. Svipaða þróun má raunar greina á landsvísu. Þetta þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt sem sumir héldu, að fjölgun innflytjenda á Íslandi væri fyrst og fremst tengd þenslu í efnahagslífinu og þeim myndi fækka fljótt aftur eftir hrun. Samfélagsbreytingin er staðreynd og viðbrögðin við henni mega ekki felast í einhverjum skammtímalausnum. Það þarf að móta stefnu til langs tíma sem hvetur til farsællar aðlögunar innflytjenda að íslenzku samfélagi og nýtir mannauðinn sem þeir hafa fram að færa. Í öðru lagi þýða þessar tölur að Reykjavík er orðin raunveruleg fjölmenningarborg, suðupottur alls konar áhrifa og menningarstrauma. Það er að flestu leyti jákvæð þróun, sem við eigum að taka fagnandi. Það gerir alltént Jón Gnarr borgarstjóri, sem sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri jákvætt að innflytjendum fjölgaði í borginni. „Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta. Nútímaleg samfélög eru fjölmenningarleg og það er að gerast um allan heim. Við erum ekki undanskilin og ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér,“ segir borgarstjórinn. Hann er hins vegar ekki ánægður með þann mikla mun sem er á hlutfalli innflytjenda milli hverfa. Í Efra-Breiðholti eru þeir um fjórðungur íbúanna og um fimmtungur í Austurbænum, en í Fossvogi, Grafarvogi og Grafarholti eru þeir aðeins 4-5 prósent íbúa, svo dæmi séu tekin. Það er rétt hjá borgarstjóranum að það er ekki æskilegt að innflytjendur safnist saman í ákveðnum hverfum, eins og gerzt hefur sums staðar í öðrum norrænum ríkjum. Borgaryfirvöld geta hins vegar ekki handstýrt húsnæðismarkaðnum – fólk sem flytur frá fátækari löndum og þarf að koma undir sig fótunum byrjar eðlilega búskapinn þar sem fasteigna- og leiguverð er viðráðanlegt. Það sem borgin getur hins vegar gert er að fjölga atvinnutækifærum innflytjenda og stuðla að því að þeir hafi með tíð og tíma efni á að flytja úr hverfunum með lægsta fasteignaverðið. Það gerist með því að hjálpa þeim að nýta menntun sína, að tryggja að börn þeirra fái jafngóða skólagöngu og innfæddu börnin og að þeir verði ekki út undan í samfélaginu af því að þeir hafi til dæmis síðri aðgang að þjónustu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Í Reykjavík eru rúmlega ellefu prósent íbúanna innflytjendur, eins og Fréttablaðið sagði frá á miðvikudag. Það er svipað hlutfall og til dæmis í Kaupmannahöfn. Af ríflega þrettán þúsund innflytjendum í borginni eru Pólverjar fjölmennastir, eða rúmlega þrjú þúsund, en alls býr í Reykjavík fólk af 130 þjóðernum. Ef íbúaþróunin í borginni undanfarin ár er skoðuð, kemur í ljós að innflytjendum fjölgaði ört allt fram til 2009. Árið eftir fækkaði þeim um tæplega 900, en síðan hefur þeim aftur fjölgað og nú eru þeir aftur að verða álíka margir og þegar flest var. Svipaða þróun má raunar greina á landsvísu. Þetta þýðir í fyrsta lagi að það er ekki rétt sem sumir héldu, að fjölgun innflytjenda á Íslandi væri fyrst og fremst tengd þenslu í efnahagslífinu og þeim myndi fækka fljótt aftur eftir hrun. Samfélagsbreytingin er staðreynd og viðbrögðin við henni mega ekki felast í einhverjum skammtímalausnum. Það þarf að móta stefnu til langs tíma sem hvetur til farsællar aðlögunar innflytjenda að íslenzku samfélagi og nýtir mannauðinn sem þeir hafa fram að færa. Í öðru lagi þýða þessar tölur að Reykjavík er orðin raunveruleg fjölmenningarborg, suðupottur alls konar áhrifa og menningarstrauma. Það er að flestu leyti jákvæð þróun, sem við eigum að taka fagnandi. Það gerir alltént Jón Gnarr borgarstjóri, sem sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri jákvætt að innflytjendum fjölgaði í borginni. „Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta. Nútímaleg samfélög eru fjölmenningarleg og það er að gerast um allan heim. Við erum ekki undanskilin og ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér,“ segir borgarstjórinn. Hann er hins vegar ekki ánægður með þann mikla mun sem er á hlutfalli innflytjenda milli hverfa. Í Efra-Breiðholti eru þeir um fjórðungur íbúanna og um fimmtungur í Austurbænum, en í Fossvogi, Grafarvogi og Grafarholti eru þeir aðeins 4-5 prósent íbúa, svo dæmi séu tekin. Það er rétt hjá borgarstjóranum að það er ekki æskilegt að innflytjendur safnist saman í ákveðnum hverfum, eins og gerzt hefur sums staðar í öðrum norrænum ríkjum. Borgaryfirvöld geta hins vegar ekki handstýrt húsnæðismarkaðnum – fólk sem flytur frá fátækari löndum og þarf að koma undir sig fótunum byrjar eðlilega búskapinn þar sem fasteigna- og leiguverð er viðráðanlegt. Það sem borgin getur hins vegar gert er að fjölga atvinnutækifærum innflytjenda og stuðla að því að þeir hafi með tíð og tíma efni á að flytja úr hverfunum með lægsta fasteignaverðið. Það gerist með því að hjálpa þeim að nýta menntun sína, að tryggja að börn þeirra fái jafngóða skólagöngu og innfæddu börnin og að þeir verði ekki út undan í samfélaginu af því að þeir hafi til dæmis síðri aðgang að þjónustu borgarinnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun