Skuldirnar leiðréttar yfir heitri kakósúpu Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. apríl 2013 07:00 Frosti Sigurjónsson kynnir stefnumál Framsóknar. „Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. Kosningabæklingar Dögunar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lágu á víð og dreif á matborðum Prentmets í gær, en viku fljótt fyrir bæklingum skreyttum grænu kornaxi þegar fulltrúar Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmunum gengu inn til að kynna stefnumál sín. Þau Frosti Sigurjónsson og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir dreifðu líka súkkulaði í hádegismatnum á meðan starfsmenn gæddu sér á kakósúpu og tvíbökum. Frosti kynnti stefnumál flokksins og undirstrikaði oftar en einu sinni að hann væri nýr í pólitík og þetta væri heimur sem væri honum frekar ókunnur. Sveinbjörg tók í sama streng, en deildi meðal annars með fundargestum að hún hefði verið alin upp af rammkommúnískri móður og gallhörðum sjálfstæðismanni. Það hafi mótað hennar pólitísku afstöðu. Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna. Háværum og nokkuð æsilegum fundi lauk í Prentmeti þegar eigandinn klappaði saman lófum og sagði fólki að fara að vinna. Framsókn er auðvitað heitast og hentar mér velGuðjón Þorsteinsson og Ísleifur Jakobsson.„Ég er ekki alveg búinn að mynda mér skoðun, en Framsókn er auðvitað heitust og hentar mér vel. Ég er mjög ánægður með þessar heimsóknir flokkanna, en auðvitað er maður með hroka gagnvart einhverjum svo maður nennir ekki að hlusta á allt,“ segir Guðjón Þorsteinsson, starfsmaður Prentmets. Sessunautur hans, Ísleifur Jakobsson, tekur í sama streng. „Mér finnst heimsóknirnar mjög góðar og geta haft áhrif á mína afstöðu. Ég ætlaði ekki að kjósa neitt en Framsókn er eini flokkurinn sem ætlar að gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin, svo þeir fá mitt atkvæði.“ Kollegarnir segja mikinn áhuga vera meðal fólks að hlusta á hvað frambjóðendurnir hafa að segja. Mótmælti pólitískum heimsóknum með því að hunsa eigin flokkVigdís Ásgeirsdóttir.Vigdís Ásgeirsdóttir, prentari og söngkona, var skreytt barmmerki frá öðrum flokki undir framsögu Frosta og Sveinbjargar. Hún er alfarið á móti heimsóknum stjórnmálaflokka á vinnustaði. „Mér finnst þetta alls ekki eiga heima í fyrirtækjum og þá sérstaklega ekki á matmálstímum. Ég til dæmis mætti ekki hjá mínum eigin flokki hérna um daginn til að mótmæla þessu og borðaði niðri á kaffistofu,“ segir hún. „Þetta er fáránlegt, sérstaklega svona inni í matsal þar sem fólk hefur einhvern veginn ekkert val. Ef fólk vill þetta þá á þetta að vera haldið afsíðis í fundarherbergi. Segi ég, algjör hræsnari og mæti svo á þennan fund. En ég varð að fá svör við því hvort þau gætu svarað betur í sambandi við verðtrygginguna og hvernig þau geta látið það ganga upp.“ Vigdísi fannst framsóknarfólkið hafa komið svörum sínum vel frá sér, en taldi þau hins vegar algjörlega óraunhæf. „Þau útskýrðu þetta vel, en ég kaupi þetta ekki.“ Að hennar mati er nóg komið af pólitískum áróðri í kring um komandi kosningar.Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna.Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigendur Prentmets. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
„Ég verð að segja að ég er ekki að kaupa þetta. Mér finnst persónulega tekið ansi stórt upp í sig þegar fólki eru gefnar miklar væntingar sem eru ekki í hendi, eins og sérfræðingar tjáðu sig um nýlega. Ég er á því að það sé betra að lofa minna og fara frekar í eitthvað sem er meira í hendi og raunhæfara,“ segir Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigandi Prentmets, um útskýringar frambjóðenda Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingar á komandi kjörtímabili. Kosningabæklingar Dögunar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lágu á víð og dreif á matborðum Prentmets í gær, en viku fljótt fyrir bæklingum skreyttum grænu kornaxi þegar fulltrúar Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmunum gengu inn til að kynna stefnumál sín. Þau Frosti Sigurjónsson og Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir dreifðu líka súkkulaði í hádegismatnum á meðan starfsmenn gæddu sér á kakósúpu og tvíbökum. Frosti kynnti stefnumál flokksins og undirstrikaði oftar en einu sinni að hann væri nýr í pólitík og þetta væri heimur sem væri honum frekar ókunnur. Sveinbjörg tók í sama streng, en deildi meðal annars með fundargestum að hún hefði verið alin upp af rammkommúnískri móður og gallhörðum sjálfstæðismanni. Það hafi mótað hennar pólitísku afstöðu. Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna. Háværum og nokkuð æsilegum fundi lauk í Prentmeti þegar eigandinn klappaði saman lófum og sagði fólki að fara að vinna. Framsókn er auðvitað heitast og hentar mér velGuðjón Þorsteinsson og Ísleifur Jakobsson.„Ég er ekki alveg búinn að mynda mér skoðun, en Framsókn er auðvitað heitust og hentar mér vel. Ég er mjög ánægður með þessar heimsóknir flokkanna, en auðvitað er maður með hroka gagnvart einhverjum svo maður nennir ekki að hlusta á allt,“ segir Guðjón Þorsteinsson, starfsmaður Prentmets. Sessunautur hans, Ísleifur Jakobsson, tekur í sama streng. „Mér finnst heimsóknirnar mjög góðar og geta haft áhrif á mína afstöðu. Ég ætlaði ekki að kjósa neitt en Framsókn er eini flokkurinn sem ætlar að gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin, svo þeir fá mitt atkvæði.“ Kollegarnir segja mikinn áhuga vera meðal fólks að hlusta á hvað frambjóðendurnir hafa að segja. Mótmælti pólitískum heimsóknum með því að hunsa eigin flokkVigdís Ásgeirsdóttir.Vigdís Ásgeirsdóttir, prentari og söngkona, var skreytt barmmerki frá öðrum flokki undir framsögu Frosta og Sveinbjargar. Hún er alfarið á móti heimsóknum stjórnmálaflokka á vinnustaði. „Mér finnst þetta alls ekki eiga heima í fyrirtækjum og þá sérstaklega ekki á matmálstímum. Ég til dæmis mætti ekki hjá mínum eigin flokki hérna um daginn til að mótmæla þessu og borðaði niðri á kaffistofu,“ segir hún. „Þetta er fáránlegt, sérstaklega svona inni í matsal þar sem fólk hefur einhvern veginn ekkert val. Ef fólk vill þetta þá á þetta að vera haldið afsíðis í fundarherbergi. Segi ég, algjör hræsnari og mæti svo á þennan fund. En ég varð að fá svör við því hvort þau gætu svarað betur í sambandi við verðtrygginguna og hvernig þau geta látið það ganga upp.“ Vigdísi fannst framsóknarfólkið hafa komið svörum sínum vel frá sér, en taldi þau hins vegar algjörlega óraunhæf. „Þau útskýrðu þetta vel, en ég kaupi þetta ekki.“ Að hennar mati er nóg komið af pólitískum áróðri í kring um komandi kosningar.Skulda- og efnahagsmál stóðu upp úr, sem endurspeglaðist svo í spurningum starfsmannanna sem dundu á frambjóðendum eftir kynninguna.Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir og Guðmundur Ragnar Guðmundsson, eigendur Prentmets.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00 Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00 Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00 "Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Heilbrigðiskerfið í landinu hrundi víst Starfsmenn LSH taka ekki undir orð oddvita Samfylkingarinnar um að velferðarkerfið hafi staðið af sér hrunið. Fréttablaðið heimsótti spítalann með frambjóðendum í gær og spjallaði við starfsmenn. Enginn vildi spyrja þingmenn spurninga. 18. apríl 2013 06:00
Ein heimsókn breytir ekki pólitískri afstöðu Frambjóðendur Bjartrar framtíðar kynntu helstu stefnumál sín á Hjúkrunarheimilinu Eir í gær. Fréttablaðið slóst með í för og tók íbúa tali. Flestir voru á því að stutt heimsókn stjórnmálaflokka gerði ekki mikið til að breyta afstöðu þeirra. 17. apríl 2013 07:00
Ekki mikill áhugi á sjóræningjapólitík Það virtist ekki vera mikill áhugi meðal gesta Kolaportsins á að ræða við frambjóðendur Pírata í kynningarbás sínum á Gleðistíg á laugardag. Básinn var staðsettur á móti kynningarsvæði Dögunar og ekki leið á löngu þar til heyrðist frá keppinautunum. "Endilega kíkið hingað,“ kallaði einn frambjóðandi Dögunar til blaðakonu og ljósmyndara Fréttablaðsins þar sem þau reyndu árangurslaust að fá fólk í viðtöl vegna píratanna. 22. apríl 2013 07:00
"Svaraðu já eða nei" Kennarar í MR spurðu menntamálaráðherra beittra spurninga á hádegisfundi með VG í gær. Helst var rætt um lyf, samgöngumál, umhverfismál og mikla óánægju með menntamál. Fréttablaðið var á fundinum og lagði við hlustir. 19. apríl 2013 07:00