Hefur ekki enn getað horft á ræðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2013 12:00 "Strákar eru svo fljótir að gleyma. Maður getur sagt hlutina beint út,“ segir Elsa Sæný. Fréttablaðið/Daníel „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér. Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem ég missi mig,“ segir Elsa Sæný Valgeirsdóttir um þrumuræðuna sem hún hélt yfir HK-liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Leikurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og nokkrum mínútum eftir ræðuna var hægt að horfa á hana í heild sinni á vefsíðu Rúv. Netmiðlar loguðu enda ekki á hverjum degi sem kvenkyns þjálfari messar svo svakalega yfir leikmönnum sínum, hvað þá karlmönnum.Ræðan kveikti í leikmönnum HK, sem sneru við blaðinu og unnu sætan bikarsigur. Elsa segir að það hafi verið rosalega sárt að sjá strákana vera að tapa leiknum eftir alla vinnu vetrarins. „Mér fannst þeir ekki vera lélegir en menn voru orðnir hræddir og stressaðir,“ segir Elsa sem fékk símtal frá fréttamanni skömmu eftir að fagnaðarlátunum í Laugardalshöll lauk. „Hann sagði mér að ræðan væri alls staðar á netinu. Ég spurði hann um hvað hann væri að tala og brunaði svo heim og kíkti á þetta,“ segir Elsa sem fékk áfall við að hlusta á röddina sína. „Ég hef ekki getað horft á þessa klippu,“ segir Elsa og segist hafa langað til að ganga um með hauspoka í vinnunni daginn eftir. Ólíkt því sem ætla mætti hafa leikmenn liðsins oft kvartað við Elsu yfir því að hún sé ekki nógu hörð við þá. „En ég sé það þannig að þú mætir á æfingu af því að þú vilt verða betri. Ég á ekki að þurfa að öskra þig í gang. Ég er þarna til að hjálpa þér en á ekki að þurfa að standa með svipuna á þér.“ Elsa Sæný er í helgarviðtali í Fréttablaðinu í dag. Í viðtalinu minnist Elsa uppeldisáranna á Neskaupstað, andláts föður síns þegar hún var aðeins fimm ára og átta ára keppnisferils í blaki í Danmörku.Viðtalið við Elsu má nálgast hér. Ræðan fræga„Hvað í andskotanum eruð þið að gera? Eruð þið virkilega svona hræddir við að vera hérna og ætla að fara að vinna? Eruð þið hræddir að vera að vinna? Þið vorkennið sjálfum ykkur svo að það er viðbjóður að sjá ykkur spila. Nennið þið að taka ykkur saman í andlitinu!“Myndbrotið má sjá á vef Rúv með því að smella hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Var látin sofa í ullarnærfötum Neskaupstaður er heimavöllur blakspilarans Elsu Sænýjar Valgeirsdóttur sem smitaðist snemma af blakbakteríunni eilífu á Norðfirði. 20. apríl 2013 10:00
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti