Þingvallastjórnin Karen Kjartansdóttir skrifar 27. apríl 2013 06:00 Vorið 2007 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við völdum. Ég man þá ljúfu tilfinningu sem greip mig við að sjá fréttaljósmyndir af formönnum flokkanna, þeim Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem höfðu hamast við að mynda stjórn á Þingvöllum, að kyssast undir bláum himni eins og samlynd hjón. Það virtist bjart fram undan og því var spáð að ríkisstjórnin myndi heita Þingvallastjórnin í sögubókum. Stöð 2 hafði eftir greiningardeild Glitnis að þessi ríkisstjórn myndi reynast mörkuðum hagfelld, eða eins og sagði: „Greining Glitnis telur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé ólíkleg til að hækka skatta á fyrirtæki eða fjármagnstekjur, eða þrengja almennt að atvinnulífinu með stífara regluverki. Báðir flokkar hafi auk þess haft uppi hugmyndir um aukinn einkarekstur og einkavæðingu… Í heild ætti þó myndun hinnar nýju stjórnar að hafa róandi áhrif á markaði, þar sem einhverjir markaðsaðilar hafi verið smeykir um að fram gæti komið stjórnarmynstur sem reynast myndi fjármálamörkuðum óþægur ljár í þúfu.“ Svo leið ár og rúmlega það. Haustið 2008, nánar tiltekið 29. september, var ég í vaktafríi. Ég fór fremur seint á fætur og sótti blöðin ekki fyrr en um hádegisbil. Tvær forsíður blöstu við mér þann daginn. Önnur var nokkuð skemmtileg gúrkufrétt á Fréttablaðinu um að slátur hefði slegið í gegn meðal landsmanna og var harðnandi árferði kennt um þessar óvæntu vinsældir en nokkuð hafði kreppt að landsmönnum eftir mikla þenslu þetta misseri. Ég verð þó að viðurkenna að ég las fréttina aldrei til enda og fæ smá samviskubit við að rifja hana upp. Forsíða Moggans vakti nefnilega frekar athygli mína, en á henni var mynd eftir ljósmyndarann Golla af þeim Geir Haarde og Árna Mathiesen í bíl en undir stýri sat Davíð Oddsson. Hvað var eiginlega um að vera? Frá því þetta gerðist hefur Þingvallastjórnin sem fyllti mig bjartsýni hér um árið fengið nafnið Hrunstjórnin og allir eru búnir að nota líkingamál úr sjómennsku um efnahagshrunið. Eftir þetta allt saman þrái ég hvorki vinstri né hægri stjórn. Mig langar bara í sættir og uppbyggingu og óska eftir því að nýir formenn flokkanna vinni saman í stað þess að rífa hver annan niður. Ég hef trú á því að þetta geti gerst, enda er ég óstjórnlega bjartsýn að eðlisfari, jafnvel þótt reynslan af Þingvallastjórninni ætti að hafa kennt mér lexíu og ég óttist reyndar mjög annað hrun 2016, enda virðist fráfarandi ríkisstjórn hafa verið í málamyndakosningabaráttu undanfarið og lítið langa til að vera við stjórnvölinn. En af eðlislægri bjartsýni segi ég: Áfram allir flokkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun
Vorið 2007 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við völdum. Ég man þá ljúfu tilfinningu sem greip mig við að sjá fréttaljósmyndir af formönnum flokkanna, þeim Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem höfðu hamast við að mynda stjórn á Þingvöllum, að kyssast undir bláum himni eins og samlynd hjón. Það virtist bjart fram undan og því var spáð að ríkisstjórnin myndi heita Þingvallastjórnin í sögubókum. Stöð 2 hafði eftir greiningardeild Glitnis að þessi ríkisstjórn myndi reynast mörkuðum hagfelld, eða eins og sagði: „Greining Glitnis telur að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé ólíkleg til að hækka skatta á fyrirtæki eða fjármagnstekjur, eða þrengja almennt að atvinnulífinu með stífara regluverki. Báðir flokkar hafi auk þess haft uppi hugmyndir um aukinn einkarekstur og einkavæðingu… Í heild ætti þó myndun hinnar nýju stjórnar að hafa róandi áhrif á markaði, þar sem einhverjir markaðsaðilar hafi verið smeykir um að fram gæti komið stjórnarmynstur sem reynast myndi fjármálamörkuðum óþægur ljár í þúfu.“ Svo leið ár og rúmlega það. Haustið 2008, nánar tiltekið 29. september, var ég í vaktafríi. Ég fór fremur seint á fætur og sótti blöðin ekki fyrr en um hádegisbil. Tvær forsíður blöstu við mér þann daginn. Önnur var nokkuð skemmtileg gúrkufrétt á Fréttablaðinu um að slátur hefði slegið í gegn meðal landsmanna og var harðnandi árferði kennt um þessar óvæntu vinsældir en nokkuð hafði kreppt að landsmönnum eftir mikla þenslu þetta misseri. Ég verð þó að viðurkenna að ég las fréttina aldrei til enda og fæ smá samviskubit við að rifja hana upp. Forsíða Moggans vakti nefnilega frekar athygli mína, en á henni var mynd eftir ljósmyndarann Golla af þeim Geir Haarde og Árna Mathiesen í bíl en undir stýri sat Davíð Oddsson. Hvað var eiginlega um að vera? Frá því þetta gerðist hefur Þingvallastjórnin sem fyllti mig bjartsýni hér um árið fengið nafnið Hrunstjórnin og allir eru búnir að nota líkingamál úr sjómennsku um efnahagshrunið. Eftir þetta allt saman þrái ég hvorki vinstri né hægri stjórn. Mig langar bara í sættir og uppbyggingu og óska eftir því að nýir formenn flokkanna vinni saman í stað þess að rífa hver annan niður. Ég hef trú á því að þetta geti gerst, enda er ég óstjórnlega bjartsýn að eðlisfari, jafnvel þótt reynslan af Þingvallastjórninni ætti að hafa kennt mér lexíu og ég óttist reyndar mjög annað hrun 2016, enda virðist fráfarandi ríkisstjórn hafa verið í málamyndakosningabaráttu undanfarið og lítið langa til að vera við stjórnvölinn. En af eðlislægri bjartsýni segi ég: Áfram allir flokkar!
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun