Risastór sirkushátíð í Vatnmýrinni í sumar Sara McMahon skrifar 30. apríl 2013 12:00 Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins. Fréttablaðið/Pjetur „Þorpið verður í anda Bakken í Kaupmannahöfn. Fólk getur gengið um svæðið, fengið sér kaffi og virt fyrir sér starfsemina, en það kostar inn á allar sýningarnar,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri Norræna hússins, um sirkushátíð sem fram fer í Vatnsmýrinni dagana 4. til 14. júlí. Norræna húsið skipuleggur hátíðina í samstarfi við Circus Xanti frá Noregi. Heilt sirkusþorp með fjórum sýningartjöldum og kaffihúsatjaldi mun rísa á bílastæðinu gegnt Háskóla Íslands á meðan á hátíðinni stendur. Þrettán sirkushópar taka þátt í hátíðinni í sumar og koma þeir víða að. „Alls taka um hundrað manns þátt í hátíðinni. Hóparnir koma meðal annars frá Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Finnlandi. Flestar sýningarnar höfða til fólks á öllum aldri en á kvöldin fara fram nokkrar sýningar sem ekki eru ætlaðar börnum undir 16 ára aldri,“ segir Ilmur Dögg og vísar þar til sýningar íslenska sirkushópsins Skinnsemi. Miðasala á einstakar sýningar hefst á morgun og fer fram á Midi.is, í móttöku Norræna hússins og í Borgarleikhúsinu. Yfirlit yfir sýningar:Cirkus Cirkör sýnir Wear it Like a Crown með tónlist Rebekka Karijord Á hringsnúandi sviði, hreyfa sirkuslistmennirnir sig í heimi tálsýna, skuggaleiks, hnífakasts, loftfimleika, juggls og leiks. Sex ólíkir persónuleikar, einmanna og einir í heiminum að þeim finnst, glíma við krísur sínar. Hver persónuleiki reynir að komast í snertingu við hina á sinn hátt. Tónlistin í sýningunni er samin af Rebekku Karijord, frá Noregi, og heitir sýningin í höfuðið á lagi eftir hana af plötunni The noble art of letting go. Í Borgarleikhúsinu 4.-9.júlí kl. 20.00. Samtals sex sýningar. Cirkus Xanti sýnir Bastard Bastard er undursamleg lítil sýning frá, Cirkus Xanti, fyrir yngstu áhorfendurnar um hvað hendurnar gera og geta gert. Bastard kannar hlutverk líkamans í lífinu og hvernig tilfinningar hafa áhrif á þarfir og tjáningu líkamans. Sýningin fer fram í 6 metra háu sirkustjaldi sem heitir Askja. Cirkus Xanti sýnir Pluto Crazy Manstu þegar þú varst lítið barn? Ógnvekjandi ánægjuna yfir því að vera hugsanlega að taka áhættu með því t.d. að klifra hátt tré? Gleðistundir barnæskunnar og hið algjöra frelsi? Sirkusinn er eitt elsta sviðslistarformið og einnig það form sem býr yfir hvað mestri leikgleði. Í sýningunni Pluto Crazy hefur sirkushópurinn, Cirkus Xanti, unnið með ungum finnskum sirkushóp, Sirkus Aikamoinen, sem árið 2011 var nefndur sem ein af björtustu vonunum í sirkusheiminum í Evrópu. Pluto Crazy er franskt orðatiltæki, plut tôt crazy, sem þýðir hreinlega að vera algjörlega brjálaður. Pluto Crazy býður til fjörugs brjálæðis í yndislegu sirkusandrúmslofti með kitlandi lifandi tónlist. Tumble Circus sýnir sirkusgamanleikinn This is what we do for a livingSýningin This Is What We Do For A Living kannar hvernig sambönd geta slitnað, hvernig þau lenda á báðum fótum og hvernig þau lifa af. Farið er í ferðalag inn í innstu sálarkima mannsins sem er lifandi og með endalausa möguleika líkamans, tjáð er gleðin yfir að koma fram, og skoðað er hvernig við mennirnir erum veikir fyrir bæði velgengni og misstökum. Þessi bræðingur verður til þegar strákur frá Belfast (Ken Fanning) og stelpuskott frá Svíþjóð koma saman (Tina Segner).Einnig:Fidget Feet Animal Religion Pain Solution Sirkus Íslands - Heima er best Sirkus Íslands - S.I.R.K.U.S Sirkus Íslands - Skinnsemi Wally og gestir Frida Burnt out PunksHátíðin fer fram 4. til 14. júlí. Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
„Þorpið verður í anda Bakken í Kaupmannahöfn. Fólk getur gengið um svæðið, fengið sér kaffi og virt fyrir sér starfsemina, en það kostar inn á allar sýningarnar,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri Norræna hússins, um sirkushátíð sem fram fer í Vatnsmýrinni dagana 4. til 14. júlí. Norræna húsið skipuleggur hátíðina í samstarfi við Circus Xanti frá Noregi. Heilt sirkusþorp með fjórum sýningartjöldum og kaffihúsatjaldi mun rísa á bílastæðinu gegnt Háskóla Íslands á meðan á hátíðinni stendur. Þrettán sirkushópar taka þátt í hátíðinni í sumar og koma þeir víða að. „Alls taka um hundrað manns þátt í hátíðinni. Hóparnir koma meðal annars frá Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Finnlandi. Flestar sýningarnar höfða til fólks á öllum aldri en á kvöldin fara fram nokkrar sýningar sem ekki eru ætlaðar börnum undir 16 ára aldri,“ segir Ilmur Dögg og vísar þar til sýningar íslenska sirkushópsins Skinnsemi. Miðasala á einstakar sýningar hefst á morgun og fer fram á Midi.is, í móttöku Norræna hússins og í Borgarleikhúsinu. Yfirlit yfir sýningar:Cirkus Cirkör sýnir Wear it Like a Crown með tónlist Rebekka Karijord Á hringsnúandi sviði, hreyfa sirkuslistmennirnir sig í heimi tálsýna, skuggaleiks, hnífakasts, loftfimleika, juggls og leiks. Sex ólíkir persónuleikar, einmanna og einir í heiminum að þeim finnst, glíma við krísur sínar. Hver persónuleiki reynir að komast í snertingu við hina á sinn hátt. Tónlistin í sýningunni er samin af Rebekku Karijord, frá Noregi, og heitir sýningin í höfuðið á lagi eftir hana af plötunni The noble art of letting go. Í Borgarleikhúsinu 4.-9.júlí kl. 20.00. Samtals sex sýningar. Cirkus Xanti sýnir Bastard Bastard er undursamleg lítil sýning frá, Cirkus Xanti, fyrir yngstu áhorfendurnar um hvað hendurnar gera og geta gert. Bastard kannar hlutverk líkamans í lífinu og hvernig tilfinningar hafa áhrif á þarfir og tjáningu líkamans. Sýningin fer fram í 6 metra háu sirkustjaldi sem heitir Askja. Cirkus Xanti sýnir Pluto Crazy Manstu þegar þú varst lítið barn? Ógnvekjandi ánægjuna yfir því að vera hugsanlega að taka áhættu með því t.d. að klifra hátt tré? Gleðistundir barnæskunnar og hið algjöra frelsi? Sirkusinn er eitt elsta sviðslistarformið og einnig það form sem býr yfir hvað mestri leikgleði. Í sýningunni Pluto Crazy hefur sirkushópurinn, Cirkus Xanti, unnið með ungum finnskum sirkushóp, Sirkus Aikamoinen, sem árið 2011 var nefndur sem ein af björtustu vonunum í sirkusheiminum í Evrópu. Pluto Crazy er franskt orðatiltæki, plut tôt crazy, sem þýðir hreinlega að vera algjörlega brjálaður. Pluto Crazy býður til fjörugs brjálæðis í yndislegu sirkusandrúmslofti með kitlandi lifandi tónlist. Tumble Circus sýnir sirkusgamanleikinn This is what we do for a livingSýningin This Is What We Do For A Living kannar hvernig sambönd geta slitnað, hvernig þau lenda á báðum fótum og hvernig þau lifa af. Farið er í ferðalag inn í innstu sálarkima mannsins sem er lifandi og með endalausa möguleika líkamans, tjáð er gleðin yfir að koma fram, og skoðað er hvernig við mennirnir erum veikir fyrir bæði velgengni og misstökum. Þessi bræðingur verður til þegar strákur frá Belfast (Ken Fanning) og stelpuskott frá Svíþjóð koma saman (Tina Segner).Einnig:Fidget Feet Animal Religion Pain Solution Sirkus Íslands - Heima er best Sirkus Íslands - S.I.R.K.U.S Sirkus Íslands - Skinnsemi Wally og gestir Frida Burnt out PunksHátíðin fer fram 4. til 14. júlí.
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira