Vígamenn úr Mjölni slást við Breta og Íra Kristján Hjálmarsson skrifar 2. maí 2013 06:30 Jón Viðar Arnþórsson Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“ Íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Bardagakappar úr íþróttafélaginu Mjölni gera víðreist á þessu ári. Fram undan eru bardagar á Englandi og Írlandi. Einn Mjölnismaðurinn enn ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Félagið fær enga styrki til að senda keppendur út. Fimm vaskir kappar úr bardagaklúbbnum Mjölni taka þátt í bardagamótinu 10th Legion Champion Fighting sem fram fer í Hull á Englandi á laugardaginn kemur. Fjöldi bardaga fer fram um kvöldið, þar af fimm atvinnumannabardagar. Íslensku strákarnir eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í blönduðum bardagalistum, MMA, en hafa þó æft íþróttina um þó nokkurt skeið. „Við höfum aldrei áður sent svona marga keppendur á mót,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Tveir Íslendinganna munu berjast um titil eða belti á laugardaginn kemur, Diego Björn Valencia og Bjarki Þór Pálsson. „Diego á einn áhugamannabardaga að baki en hann hefur æft karate í fjölda ára og hefur mikla keppnisreynslu. Bjarki Þór vann báða áhugamannabardagana sína en hann stefnir á atvinnumennsku í MMA í haust,“ segir formaðurinn. Mótið á laugardaginn kemur er það fyrsta af mörgum sem Mjölnir sendir keppendur á. Þrír Mjölnismenn fara á mót á Írlandi eftir rúmar tvær vikur og áðurnefndur Bjarki Þór mun keppa í Cage Warrior-mótinu, sem er eitt það stærsta í Evrópu, stuttu eftir það. Það er því óhætt að segja að Mjölnir sé á miklu flugi um þessar mundir. „Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast svona hratt,“ segir Jón Viðar. „Þetta verður mikið keppnisár hjá okkur.“ Eins og gefur að skilja er kostnaðurinn við keppnisferðir mikill. Mjölnir fær ekki aðild að Íþróttasambandi Íslands, auk þess sem áhugamenn í blönduðum bardagalistum fá ekki greitt fyrir bardaga. Mjölnir reynir af fremsta megni að styðja við keppnislið sitt og rennur hluti félagsgjalda í að greiða fyrir ferðirnar. Bardagakapparnir sjálfir bera síðan töluverðan kostnað sjálfir. Gunnar Nelson, skærasta stjarna Mjölnismanna, er meiddur en keppir væntanlega í UFC-mótaröðinni seinna á árinu. Árni Ísaksson, einn reyndasti kappi Mjölnismanna, mun einnig keppa síðar á árinu og sem fyrr segir mun Bjarki Þór reyna fyrir sér í Cage Warrior, en hann ætlar að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í haust. Jón Viðar telur að Bjarki geti náð langt. „Hann æfir eins og skepna, hefur mikinn áhuga og er mjög hæfileikaríkur.“
Íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira