Hluti sakborninga játar aðild að amfetamínsmygli Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. maí 2013 09:00 Sakborningar í stóru fíkniefnamáli sem upplýst var um í janúar hylja andlit sín áður en mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira