Langflestir hafa séð Ófeig í bíó Freyr Bjarnason skrifar 7. maí 2013 08:00 Ófeigur gengur aftur er vinsælasta íslenska myndin á þessu ári. Um sextán þúsund miðar hafa samanlagt selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið frumsýndar á þessu ári, eða XL, Þetta reddast, Ófeigur gengur aftur og Falskur fugl. Langflestir hafa séð Ófeigur gengur aftur, eða hátt í 9.500 manns. Grínmyndin, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði með Ladda í hlutverki draugsins Ófeigs, var frumsýnd 27. mars og er enn í sýningum. Tekjur hennar nema hátt í þrettán milljónum króna. Í öðru sæti er XL í leikstjórn Marteins Þórssonar með Ólaf Darra Ólafsson í aðalhlutverki með tæplega 3.000 selda miða. Hún var frumsýnd 18. janúar og er ekki lengur í bíó. Þriðja vinsælasta myndin er Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars Jónssonar. Samkvæmt tölum frá Samtökum myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa rúmlega 2.000 manns borgað sig inn á myndina síðan hún var frumsýnd 19. apríl en hún er enn í sýningum. Þetta reddast í leikstjórn Barkar Gunnarssonar rekur svo lestina með tæplega 1.800 manns. Hún var frumsýnd 1. mars og er sýningum á henni hætt. Þessar aðsóknartölur eru langt fyrir neðan tvær vinsælustu íslensku myndir síðasta árs, Svartur á leik og Djúpið. Rúmlega 60 þúsund manns sáu þá fyrrnefndu og tæplega fimmtíu þúsund þá síðarnefndu. Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Um sextán þúsund miðar hafa samanlagt selst á íslensku kvikmyndirnar fjórar sem hafa verið frumsýndar á þessu ári, eða XL, Þetta reddast, Ófeigur gengur aftur og Falskur fugl. Langflestir hafa séð Ófeigur gengur aftur, eða hátt í 9.500 manns. Grínmyndin, sem Ágúst Guðmundsson leikstýrði með Ladda í hlutverki draugsins Ófeigs, var frumsýnd 27. mars og er enn í sýningum. Tekjur hennar nema hátt í þrettán milljónum króna. Í öðru sæti er XL í leikstjórn Marteins Þórssonar með Ólaf Darra Ólafsson í aðalhlutverki með tæplega 3.000 selda miða. Hún var frumsýnd 18. janúar og er ekki lengur í bíó. Þriðja vinsælasta myndin er Falskur fugl í leikstjórn Þórs Ómars Jónssonar. Samkvæmt tölum frá Samtökum myndrétthafa á Íslandi, Smáís, hafa rúmlega 2.000 manns borgað sig inn á myndina síðan hún var frumsýnd 19. apríl en hún er enn í sýningum. Þetta reddast í leikstjórn Barkar Gunnarssonar rekur svo lestina með tæplega 1.800 manns. Hún var frumsýnd 1. mars og er sýningum á henni hætt. Þessar aðsóknartölur eru langt fyrir neðan tvær vinsælustu íslensku myndir síðasta árs, Svartur á leik og Djúpið. Rúmlega 60 þúsund manns sáu þá fyrrnefndu og tæplega fimmtíu þúsund þá síðarnefndu.
Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“