Tónlist

Warwick með tónleika í júní

Bandaríska söngkonan mætir í Hörpu 19. júní.
Bandaríska söngkonan mætir í Hörpu 19. júní.
Dionne Warwick stígur á svið í Eldborgarsal Hörpu 19. júní. Hún er ein þekktasta söngkona popptónlistarsögunnar. Hún hefur unnið fimm Grammy-verðlaun, gefið út 35 breiðskífur sem hafa selst í yfir eitt hundrað milljónum eintaka og hefur átt 85 lög á topp 100 í Bandaríkjunum, fleiri en nokkur önnur söngkona.

Warwick er líklega þekktust fyrir samstarf sitt við tónskáldið Burt Bacharach og félaga hans, Hal David. Hún flutti lög þeirra á borð við I Say a Little Prayer for You og Do You Know the Way to San Jose. Miðasala á tónleikana hefst á Harpa.is og Midi.is á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.