Sumarbústaðir þjóðarinnar Pawel Bartoszek skrifar 10. maí 2013 07:00 Ég er nýkominn frá Kanaríeyjum. Á suðurhluta Tenerife, þar sem eitt sinn var bara eyðimörk, er nú ferðamannaparadís með alls konar veitingastöðum og hótelum. Allt byggt frá grunni og vissulega missmekklegt. Einn maður byggði ógeðslega blátt hótel. Maðurinn við hliðina á hugsaði greinilega: ?Ég ætla að byggja ógeðslega bleikt hótel. Bleika hótelið mitt verður miklu meira bleikt en bláa hótelið er blátt. Og þar verða dórískar súlur og svona englar með örvar.? Svona æsa menn sig stundum upp í kítsi. En ég nenni ekki lengur að rembast við að hafa fágaðan smekk. Ekki þegar ég er í fríi. Mörg þessara hótela á Kanaríeyjum eru íbúðarhótel. Á sumum herbergjanna eru nafnspjöld sem gefa þá til kynna að einhverjir Schmidt eða Larsen séu búnir að kaupa sér viðkomandi íbúð til eignar. Þeir leigja hana kannski út til ferðamanna þá daga sem þeir geta ekki sjálfir notið hennar. Svo eru aðrar samstæður þar sem allar íbúðirnar eru svona íbúðir til eignar. Mér finnst þetta allt fínt. Ég efast um að ég muni endilega kaupa mér íbúð á Spáni þegar ég verð gamall en mér finnst heimur þar sem ég get það betri en heimur þar sem ég get það ekki. Og ég gæti það auðvitað ekki ef spænskir Ögmundar fengju einhverju ráðið.Hæpnar reglur Ögmundur Jónasson hefur nú ákveðið, á lokadögum síns ráðherradóms, að takmarka mjög rétt útlendinga úr EES-ríkjum til að eignast fasteignir á Íslandi. Nú munu þeir sem ekki eru með lögheimili á Íslandi ekki lengur geta keypt sér fasteign ?af því bara? heldur einungis ef það er ?nauðsynlegt? til að þeir geti haft aðsetur á Íslandi eða stundað hér starfsemi. En það var líka gerð önnur breyting. Í upptalningunni yfir þær eignir sem útlendingar geta eignast á Íslandi án þess að hafa hér lögheimili er orðunum ?eign sem nota á sem bústað, þ. á m. orlofsbústað? breytt í ?eign sem nota á sem nauðsynlegan bústað allt árið?. Í reynd virðist þetta þýða eftirfarandi: Útlendingar sem ekki búa á Íslandi munu nú ekki geta keypt sér sumarbústað á Íslandi. Né heldur munu þeir geta keypt íbúð til að búa í hluta ársins. Ég man að einhvern tímann keypti Damon Albarn sér íbúð í Kvosinni. Var það svo hræðilegt að það þurfti að dansa á jaðri EES-samningsins til að reyna að hindra það? Það er vísað í danskar reglur. Vissulega er rétt að talsverðar takmarkanir eru í gildi í Danmörku varðandi eignakaup útlendinga þótt mér virðist raunar sem nýju íslensku reglurnar gangi enn þá lengra. Danir voru víst sannfærðir um að allir Þjóðverjar myndu kaupa sér sumarhús á Fjóni og fengu sérstaka undanþágu frá stofnsáttmálum ESB til að hindra það. Ég veit ekki hvort við getum sett sambærilegar takmarkanir án þess að hafa samið um þær sérstaklega. Mér finnst það hæpið, en ég tek það fram að ég er ekki sérfróður um EES-samninginn. En það er kannski heldur ekki aðalatriðið hvort við megum þetta skv. EES eða ekki. Við gætum alltaf gengið úr EES. Þá gætum við haft þetta alveg eins og okkur sýnist. Aðalspurningin er: Viljum við hafa þetta svona? Viljum við banna Þjóðverjum, Spánverjum eða Kínverjum að eiga sumarhús á Íslandi? Myndum við vilja að okkur væri bannað að eiga íbúðir í öðrum löndum? Auðvitað ekki. Þess vegna á það að vera fyrsta verk nýs ráðherra að snúa þessari vitleysu við. Tækifærin sem felast í því að opna fyrir fasteignakaup útlendinga eru miklu meiri en einhverjar hættur sem af slíkum kaupum kunna að stafa.Golf í kulda Margir þeirra ferðamanna sem heimsækja Ísland eru að leita að náttúrunni. Þeir þurfa því ekkert sérstaklega að búa í Reykjavík. Það má því alveg sjá fyrir sér svona íslenskar ferðamannaborgir. Þá gætu menn alveg sleppt sér í kjánaskapnum, haft ís- og eldfjallahótel og búið til minigolfvelli með platgoshverum. Haft göngugötur og verslunarmiðstöðvar með dýrum úrum. Látið allt heita ?Volcano-eitthvað? eða ?Viking-eitthvað?. Byggt vistvænar, jarðhitaðar, norðurljósaupplýstar lúxustorfíbúðir. Selt þær. Jafnvel útlendingum. Því stundum vill fólk eiga hluti. Jafnvel á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun
Ég er nýkominn frá Kanaríeyjum. Á suðurhluta Tenerife, þar sem eitt sinn var bara eyðimörk, er nú ferðamannaparadís með alls konar veitingastöðum og hótelum. Allt byggt frá grunni og vissulega missmekklegt. Einn maður byggði ógeðslega blátt hótel. Maðurinn við hliðina á hugsaði greinilega: ?Ég ætla að byggja ógeðslega bleikt hótel. Bleika hótelið mitt verður miklu meira bleikt en bláa hótelið er blátt. Og þar verða dórískar súlur og svona englar með örvar.? Svona æsa menn sig stundum upp í kítsi. En ég nenni ekki lengur að rembast við að hafa fágaðan smekk. Ekki þegar ég er í fríi. Mörg þessara hótela á Kanaríeyjum eru íbúðarhótel. Á sumum herbergjanna eru nafnspjöld sem gefa þá til kynna að einhverjir Schmidt eða Larsen séu búnir að kaupa sér viðkomandi íbúð til eignar. Þeir leigja hana kannski út til ferðamanna þá daga sem þeir geta ekki sjálfir notið hennar. Svo eru aðrar samstæður þar sem allar íbúðirnar eru svona íbúðir til eignar. Mér finnst þetta allt fínt. Ég efast um að ég muni endilega kaupa mér íbúð á Spáni þegar ég verð gamall en mér finnst heimur þar sem ég get það betri en heimur þar sem ég get það ekki. Og ég gæti það auðvitað ekki ef spænskir Ögmundar fengju einhverju ráðið.Hæpnar reglur Ögmundur Jónasson hefur nú ákveðið, á lokadögum síns ráðherradóms, að takmarka mjög rétt útlendinga úr EES-ríkjum til að eignast fasteignir á Íslandi. Nú munu þeir sem ekki eru með lögheimili á Íslandi ekki lengur geta keypt sér fasteign ?af því bara? heldur einungis ef það er ?nauðsynlegt? til að þeir geti haft aðsetur á Íslandi eða stundað hér starfsemi. En það var líka gerð önnur breyting. Í upptalningunni yfir þær eignir sem útlendingar geta eignast á Íslandi án þess að hafa hér lögheimili er orðunum ?eign sem nota á sem bústað, þ. á m. orlofsbústað? breytt í ?eign sem nota á sem nauðsynlegan bústað allt árið?. Í reynd virðist þetta þýða eftirfarandi: Útlendingar sem ekki búa á Íslandi munu nú ekki geta keypt sér sumarbústað á Íslandi. Né heldur munu þeir geta keypt íbúð til að búa í hluta ársins. Ég man að einhvern tímann keypti Damon Albarn sér íbúð í Kvosinni. Var það svo hræðilegt að það þurfti að dansa á jaðri EES-samningsins til að reyna að hindra það? Það er vísað í danskar reglur. Vissulega er rétt að talsverðar takmarkanir eru í gildi í Danmörku varðandi eignakaup útlendinga þótt mér virðist raunar sem nýju íslensku reglurnar gangi enn þá lengra. Danir voru víst sannfærðir um að allir Þjóðverjar myndu kaupa sér sumarhús á Fjóni og fengu sérstaka undanþágu frá stofnsáttmálum ESB til að hindra það. Ég veit ekki hvort við getum sett sambærilegar takmarkanir án þess að hafa samið um þær sérstaklega. Mér finnst það hæpið, en ég tek það fram að ég er ekki sérfróður um EES-samninginn. En það er kannski heldur ekki aðalatriðið hvort við megum þetta skv. EES eða ekki. Við gætum alltaf gengið úr EES. Þá gætum við haft þetta alveg eins og okkur sýnist. Aðalspurningin er: Viljum við hafa þetta svona? Viljum við banna Þjóðverjum, Spánverjum eða Kínverjum að eiga sumarhús á Íslandi? Myndum við vilja að okkur væri bannað að eiga íbúðir í öðrum löndum? Auðvitað ekki. Þess vegna á það að vera fyrsta verk nýs ráðherra að snúa þessari vitleysu við. Tækifærin sem felast í því að opna fyrir fasteignakaup útlendinga eru miklu meiri en einhverjar hættur sem af slíkum kaupum kunna að stafa.Golf í kulda Margir þeirra ferðamanna sem heimsækja Ísland eru að leita að náttúrunni. Þeir þurfa því ekkert sérstaklega að búa í Reykjavík. Það má því alveg sjá fyrir sér svona íslenskar ferðamannaborgir. Þá gætu menn alveg sleppt sér í kjánaskapnum, haft ís- og eldfjallahótel og búið til minigolfvelli með platgoshverum. Haft göngugötur og verslunarmiðstöðvar með dýrum úrum. Látið allt heita ?Volcano-eitthvað? eða ?Viking-eitthvað?. Byggt vistvænar, jarðhitaðar, norðurljósaupplýstar lúxustorfíbúðir. Selt þær. Jafnvel útlendingum. Því stundum vill fólk eiga hluti. Jafnvel á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun