Í bótamál við fimm manns vegna Stíms Stígur Helgason skrifar 11. maí 2013 07:00 Lárus Welding er einn þeirra þriggja sem tóku ákvörðun um lánveitinguna. Dómsmál Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur fimm manns vegna láns sem huldufélaginu Stími var veitt í janúar 2008. Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, sem var bankastjóri, Guðmundur Hjaltason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri. Þau sátu í áhættunefnd bankans og eru ákærð fyrir að hafa tekið ákvörðunina um að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt fyrir hafi legið að Stím væri á þeim tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta. Lánið var 725 milljónir og var komið í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir verið greiddar inn á lánið og það eru eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna: 366 milljónirnar. Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir eru þeir sem sátu í stjórn Stíms: útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán Björnsson, sem var forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital og prókúruhafi Stíms. Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta eins og lög kveða á um að þeir skuli gera þegar það er orðið ógjaldfært. Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjaldþrotaskiptalaganna, aðra málsgrein 64. greinar þeirra, sem kveður á um að stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur reynt á ákvæðið fyrir dómi áður. Félagið Stím var mikið til umfjöllunar skömmu eftir bankahrun, þegar í ljós kom að það hafði fengið tuttugu milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Nýverið höfðaði slitastjórnin annað bótamál tengt Stími, á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota. Mál tengd Stími hafa lengi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en engar ákærur hafa verið gefnar út vegna þess enn. Stím málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Dómsmál Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur fimm manns vegna láns sem huldufélaginu Stími var veitt í janúar 2008. Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, sem var bankastjóri, Guðmundur Hjaltason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri. Þau sátu í áhættunefnd bankans og eru ákærð fyrir að hafa tekið ákvörðunina um að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt fyrir hafi legið að Stím væri á þeim tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta. Lánið var 725 milljónir og var komið í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir verið greiddar inn á lánið og það eru eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna: 366 milljónirnar. Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir eru þeir sem sátu í stjórn Stíms: útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán Björnsson, sem var forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital og prókúruhafi Stíms. Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta eins og lög kveða á um að þeir skuli gera þegar það er orðið ógjaldfært. Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjaldþrotaskiptalaganna, aðra málsgrein 64. greinar þeirra, sem kveður á um að stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur reynt á ákvæðið fyrir dómi áður. Félagið Stím var mikið til umfjöllunar skömmu eftir bankahrun, þegar í ljós kom að það hafði fengið tuttugu milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Nýverið höfðaði slitastjórnin annað bótamál tengt Stími, á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota. Mál tengd Stími hafa lengi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en engar ákærur hafa verið gefnar út vegna þess enn.
Stím málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira